Heimsþekktum kokki bannað að bera fram engisprettur á Food & Fun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2017 14:00 Julian Medina flutti engispretturnar með sér hingað til lands frá Mexíkó en mátti svo ekki bera þær fram á Apótekinu. vísir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim. Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim.
Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56