Útilokar ekki endurskoðun á Landsdómi á kjörtímabilinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. mars 2017 11:59 Brynjar Níelsson Vísir/Vilhelm „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson. Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson.
Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira