Faraldurinn fær líka frelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun