Kæri ráðherra, ekki passa börnin mín, þú kannt það ekki Guðmundur Karl Snæbjörnsson skrifar 15. mars 2017 14:03 Í fréttum Stöðvar 2 13. feb sl varaði tóbaksvarnafulltrúi Landlæknisembættisins að fleiri og fleiri og fleiri krakkar fiktuðu við að veipa. Þetta var sagt í tilefni umræðna vegna fyrirhugaðs lagafrumvarps heilbrigðisráðherra um veipur (vapes, e-vaporizers, e-cigarettes, ENDS, rafrettur, raftottur eða eimsprota, sem ráðuneytið velur að kalla rafsígarettur). Flestir neytnedur tala um veipur og við gerum það hér. Nú er það svo að þessum fulltrúa segist vera annt um börnin okkar. Gott og vel og auðvitað er honum það. En, þurfum við barnapössun? Ég á t.d. fjögur börn og níu barnabörn, er fulltrúanum annt um þau? En, kann hann að passa þau, er honum treystandi? Veit hann ekki heldur að það eru aldursmörk á sölu tóbaks? Hér á landi er aldursmarkið 18 ár, hvað varðar tóbak og eðlilegt að það eigi einnig við um veipurnar. Enda hafa allar veipu verslanir sett sér þær reglur nánast frá upphafi. Því eiga fyrirhuguð lagasmíð ekki að eiga við þá aðila sem varan er bönnuð heldur þá sem reykja, veipa, nota nikótínlyf frá apótekunum eða verslunum. Aðrar aðgerðir þarf greinilega gagnvart vernd barnanna varðandi sölu og dreifingu þessara vara, því krakkarnir útvega sér þetta með einum eða öðrum hætti. Hvernig er staðan eiginlega með þessa krakka? Við erum hér auðvitað að vísa til reykinga og þess að veipa? Er það svo að opinberir aðilar séu nægilega hæfir til að passa börnin og okkur? Ekki hingað til, annars væru krakkarnir ekki að fikta og nota þessar vörur. Rannsóknir á veipum og hegðun kringum þær telja nú orðið þúsundum hér á landi, þó alls ekki sé hægt að segja að rannsóknirnar séu allar góðar, en mörg hundruð þeirra eru mjög góðar og nýjum fjölgar óðfluga. Ýmsar hinna miður góðu hafa oftar en ekki ratað á forsíður dagblaða og annarra fréttamiðla. Oft þar sem þær innihalda einhverja krassandi eða æsandi fréttir af veipunum. Þær springa í loft upp, eða þær séu ekkert betri en að reykja og þær innihaldi þetta eða hitt eiturefnið sem valdi fólki skaða og svo krakkar að fikta við veipur sem geta leitt þá yfir í sígaretturnar. Sjaldan er sagt að þau eiturefni sem þekkt eru fyrir að valda sjúkdómum og dauða í sígarettureyknum séu einfaldlega ekki til staðar í gufu veipanna. Ekki til staðar, eða að magn annarra efna er í það litlum mæli að það er langt undir hættumörkum þeirra gagnvart heilsu fólks. Magn þeirra skiptir þar meginmáli í mati skaðleikans, ekki einber tilvist þeirra í örmagni. En, af hverju er almenningur og opinberir aðilar svona hrædd við veipur og áhrifin af þeim? Lesa þau bara fyrirsagnir dagblaðanna og það sem aðrir fréttamiðlar birta? Eða er farið eftir WHO (Alþjóða heilbrigðismálastofnunin), EU TPD (tilmæli tóbaksvarna Evrópusamandsins), CDC (Centers for Disease Control and Prevention), FDA (U.S. Food & Drug Administration) eða PHE (Public Health England), UKCTAS (UK Center for Tobacco & Alcohol Alcohol Studies), CRUK (Cancer Research UK) eða RCP (Royal College of Physicians) og öllum hinum skammstöfununum varðandi bestu ráðleggingar? Kannski, kannski ekki. Förum ekki út í það nánar hér, hef gert það svo oft í greinum mínum síðastliðið rúmt árið eða svo og bara hægt að fletta því upp ef einhver áhugi er á greinum mínum (1-5). Snúum okkur frekar að þessu með barnapössunina og það hvort við í raun þurfum einhverja barnapössun þegar betur er að gáð. Rannsóknir eða kannanir á tíðni reykinga og veipun barna, bæði í Evrópu (UK og Eurobarometer) og USA (MTF, Monitoring The Future á vegum NIDA), NYTS, National Youth Tobacco Survey á vegum CDC) o.s.frv. Þessar kannanir hafa nefnilega sýnt okkur að krakkarnir sem aldrei reykt en veipa, eru nánast ekki til staðar. Prof Robert West í Bretlandi, meðal annarra, hefur t.d. sýnt að það eru eingöngu 0,02% barna sem hafa aldrei reykt en fara að veipa og halda því áfram. Aðeins um 0,02%. Það segir okkur að 99,98% þeirra barna sem eru raunverulega að veipa hafa verið að reykja eða fikta við reykingar áður. Tökum einn aukastaf burt, hókus pókus, 100% barna. Nú, en þá gætirðu sagt, en barnið mitt? Það hefur aldrei reykt en er að fikta við að veipa og sé svo marga krakka sem eru að veipa og aldrei reykt. Auðvitað gæti barnið þitt svo sem hafa verið eitt þessara tveggja af 10,000. En líklegra að barnið hafi verið að fikta, prófa, eða hafi verið að reykja áður en ekki viðurkennt það. Hörð afstaða foreldra er jú vel þekkt á þessu efni svo að börnin þora kannski ekki, eða vilja ekki, segja rétt og satt frá eða bara ljúga einfaldlega til að sleppa. Vel þekkt meðal allra. Sannleikurinn er nefnilega sá, að kannanir vestan hafs og austan sýna að reykingatíðni krakka hefur hríðfallið síðustu árin eftir innreið veipanna, um og yfir 60% (NYTS/CDC) á ákveðnum tímabilum, jafnvel milli eins árs mælinga. Notkun veipa hefur einnig farið upp fyrir allar væntingar og orðið mun algengari en reykingar, eða yfir tvöföld reykingatíðninnar. Engar rannsóknir benda til þess að fikt eða notkun veipa eitt og sér leiði börnin yfir í reykingar. Ekkert. Þvert á móti þá virðast börnin nota veipur til að koma sér undan reykingunum, sem útgönguleið frá sígarettunum. Það er auðvitað bara frábært og ætlað að vera þannig, því þannig losnum við frá reykingum og þeim harmi sjúkdóma og dauða sem þekkt er að reykingar valda og það með undraverðum hraða ef við hindrum það ekki og frekar mælum með þeim sem leið frá sígarettunum og það sterklega. Við hverju er þá verið að vara okkur við og hræða varðandi börnin okkar með upplognum uppspuna þess óraunveruleika, innantóms hjóms, sem styðst ekki við neitt nema slagorð hræðslu og ótta? Jafnvel byggt á rannsóknum sem bendlaðar hafa verið við blekkingar og yfirhylmingar eigin gagna til að réttlæta boðskap sinn, í stað vísindalegra aðferða. Er það ástæðan sem við ætlum að byggja lög okkar á varðandi tóbaksvarnir hér á landi? Blekkja fólk með upplognum sökum, rusl vísindum og gera með lögum reykingafólki erfiðara fyrir að hætta og þeim sem veipa erfiðara fyrir að halda því áfram og fara ekki að reykja að nýju? Ófyrirsjáanlegur skaði óumflýjanlegur aukinna reykinga, sjúkdóma og dauða. Danir eru núna að vakna upp af martröð fagurgala þeirra sem settu tóbaksvarnalög að hætti sem við ætlum okkur skv. EU TPD. Nýjasta rannsókn þaðan segir í fréttatilkynningu frá krabbameinsfélagi þess lands að reykingar meðal ungs fólks hafi aukist um 15% og það bara á þessu eina ári sem lögin hafa verið í gildi. Hvað viljum við meira? Meira svartnætti í reykjarkófi nýrra reykingamanna. Getum við virkilega ekki séð fram úr reykjarmóðu fordóma og hræðsluáróðurs rusl vísindagreina lengur hér á landi? Hér er auðvitað átt við stofnanir okkar eins og tóbaksvarnir Landlæknis, tóbaksvarnir Krabbameinsfélags Íslands og ráðgjafa heilbrigðisráðherra. Ætlar ráðherra virkilega að fara að leggja fram frumvarp líkt því sem liggur fyrir og meginatriðum það sama og Danir eru að vakna upp við. Kæri ráðherra, ekki passa börnin mín, þú kannt það ekki og konan mín og ég erum full fær um slíkt eins og sést á börnum okkar og barnabörnum.Reykingatíðni barna hríðfallandi. 18-19 ára unglinga, NYTS/CDC, línurit gert af Prof Brad Rodu, USA, úr gögnum NYTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafrettur Tengdar fréttir Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég Nokkrir kollega minna birtu grein í Fréttablaðinu þann 7. jan. undir heitinu "Rafrettur - úlfur í sauðagæru”. Hljómar eins og úlfur klæddur í lopapeysu sé orðinn einhver ógn við sjálft jafnvægi tilverunnar. En, hverjir eru hér í raun að klæðast peysu hvers í sjálfri grein þeirra? 14. janúar 2016 07:00 Milli lífs og dauða Krabbameinsfélagið, eða fulltrúi þess, hefur ekki riðið við einteyming í fjölmiðlum að undanförnu um þá ógn og meinta skaðsemi sem okkur gæti stafað af tilvist rafrettunnar. 17. mars 2016 09:00 Rafrettur: 95% skaðlausari en reykingar Vegna nýlegra greina í Fréttablaðinu (11. og 19. des. sl.), og var sú síðari eftir tvo kollega mína, þá sé ég mig tilneyddan til að bæta við nokkrum staðreyndum varðandi rafrettur og heilsufarsleg áhrif af notkun þeirra. Mikill og útbreiddur misskilningur virðist vera í umræðunni um hugsanlega slæmar afleiðingar og skaðleg áhrif 30. desember 2015 07:00 Með lögum skal einn og annar deyja, aðra bara örkumla Í kommentakerfi Vísis við frétt þann 13. febrúar sagðist einn aðili úr heilbrigðisstétt landsins í kommenti sínu ekki skilja um hvaða stórslys ég hafði átt við í viðtali í frétt Stöðvar2 þá um kvöldið. 27. febrúar 2017 12:15 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu? Engin vísindaleg rök eru fyrir því að setja rafrettur í fjötra laga og reglugerða eins og til stendur að gera ef Ísland fer að tilskipun Evrópusambandsins. 5. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 13. feb sl varaði tóbaksvarnafulltrúi Landlæknisembættisins að fleiri og fleiri og fleiri krakkar fiktuðu við að veipa. Þetta var sagt í tilefni umræðna vegna fyrirhugaðs lagafrumvarps heilbrigðisráðherra um veipur (vapes, e-vaporizers, e-cigarettes, ENDS, rafrettur, raftottur eða eimsprota, sem ráðuneytið velur að kalla rafsígarettur). Flestir neytnedur tala um veipur og við gerum það hér. Nú er það svo að þessum fulltrúa segist vera annt um börnin okkar. Gott og vel og auðvitað er honum það. En, þurfum við barnapössun? Ég á t.d. fjögur börn og níu barnabörn, er fulltrúanum annt um þau? En, kann hann að passa þau, er honum treystandi? Veit hann ekki heldur að það eru aldursmörk á sölu tóbaks? Hér á landi er aldursmarkið 18 ár, hvað varðar tóbak og eðlilegt að það eigi einnig við um veipurnar. Enda hafa allar veipu verslanir sett sér þær reglur nánast frá upphafi. Því eiga fyrirhuguð lagasmíð ekki að eiga við þá aðila sem varan er bönnuð heldur þá sem reykja, veipa, nota nikótínlyf frá apótekunum eða verslunum. Aðrar aðgerðir þarf greinilega gagnvart vernd barnanna varðandi sölu og dreifingu þessara vara, því krakkarnir útvega sér þetta með einum eða öðrum hætti. Hvernig er staðan eiginlega með þessa krakka? Við erum hér auðvitað að vísa til reykinga og þess að veipa? Er það svo að opinberir aðilar séu nægilega hæfir til að passa börnin og okkur? Ekki hingað til, annars væru krakkarnir ekki að fikta og nota þessar vörur. Rannsóknir á veipum og hegðun kringum þær telja nú orðið þúsundum hér á landi, þó alls ekki sé hægt að segja að rannsóknirnar séu allar góðar, en mörg hundruð þeirra eru mjög góðar og nýjum fjölgar óðfluga. Ýmsar hinna miður góðu hafa oftar en ekki ratað á forsíður dagblaða og annarra fréttamiðla. Oft þar sem þær innihalda einhverja krassandi eða æsandi fréttir af veipunum. Þær springa í loft upp, eða þær séu ekkert betri en að reykja og þær innihaldi þetta eða hitt eiturefnið sem valdi fólki skaða og svo krakkar að fikta við veipur sem geta leitt þá yfir í sígaretturnar. Sjaldan er sagt að þau eiturefni sem þekkt eru fyrir að valda sjúkdómum og dauða í sígarettureyknum séu einfaldlega ekki til staðar í gufu veipanna. Ekki til staðar, eða að magn annarra efna er í það litlum mæli að það er langt undir hættumörkum þeirra gagnvart heilsu fólks. Magn þeirra skiptir þar meginmáli í mati skaðleikans, ekki einber tilvist þeirra í örmagni. En, af hverju er almenningur og opinberir aðilar svona hrædd við veipur og áhrifin af þeim? Lesa þau bara fyrirsagnir dagblaðanna og það sem aðrir fréttamiðlar birta? Eða er farið eftir WHO (Alþjóða heilbrigðismálastofnunin), EU TPD (tilmæli tóbaksvarna Evrópusamandsins), CDC (Centers for Disease Control and Prevention), FDA (U.S. Food & Drug Administration) eða PHE (Public Health England), UKCTAS (UK Center for Tobacco & Alcohol Alcohol Studies), CRUK (Cancer Research UK) eða RCP (Royal College of Physicians) og öllum hinum skammstöfununum varðandi bestu ráðleggingar? Kannski, kannski ekki. Förum ekki út í það nánar hér, hef gert það svo oft í greinum mínum síðastliðið rúmt árið eða svo og bara hægt að fletta því upp ef einhver áhugi er á greinum mínum (1-5). Snúum okkur frekar að þessu með barnapössunina og það hvort við í raun þurfum einhverja barnapössun þegar betur er að gáð. Rannsóknir eða kannanir á tíðni reykinga og veipun barna, bæði í Evrópu (UK og Eurobarometer) og USA (MTF, Monitoring The Future á vegum NIDA), NYTS, National Youth Tobacco Survey á vegum CDC) o.s.frv. Þessar kannanir hafa nefnilega sýnt okkur að krakkarnir sem aldrei reykt en veipa, eru nánast ekki til staðar. Prof Robert West í Bretlandi, meðal annarra, hefur t.d. sýnt að það eru eingöngu 0,02% barna sem hafa aldrei reykt en fara að veipa og halda því áfram. Aðeins um 0,02%. Það segir okkur að 99,98% þeirra barna sem eru raunverulega að veipa hafa verið að reykja eða fikta við reykingar áður. Tökum einn aukastaf burt, hókus pókus, 100% barna. Nú, en þá gætirðu sagt, en barnið mitt? Það hefur aldrei reykt en er að fikta við að veipa og sé svo marga krakka sem eru að veipa og aldrei reykt. Auðvitað gæti barnið þitt svo sem hafa verið eitt þessara tveggja af 10,000. En líklegra að barnið hafi verið að fikta, prófa, eða hafi verið að reykja áður en ekki viðurkennt það. Hörð afstaða foreldra er jú vel þekkt á þessu efni svo að börnin þora kannski ekki, eða vilja ekki, segja rétt og satt frá eða bara ljúga einfaldlega til að sleppa. Vel þekkt meðal allra. Sannleikurinn er nefnilega sá, að kannanir vestan hafs og austan sýna að reykingatíðni krakka hefur hríðfallið síðustu árin eftir innreið veipanna, um og yfir 60% (NYTS/CDC) á ákveðnum tímabilum, jafnvel milli eins árs mælinga. Notkun veipa hefur einnig farið upp fyrir allar væntingar og orðið mun algengari en reykingar, eða yfir tvöföld reykingatíðninnar. Engar rannsóknir benda til þess að fikt eða notkun veipa eitt og sér leiði börnin yfir í reykingar. Ekkert. Þvert á móti þá virðast börnin nota veipur til að koma sér undan reykingunum, sem útgönguleið frá sígarettunum. Það er auðvitað bara frábært og ætlað að vera þannig, því þannig losnum við frá reykingum og þeim harmi sjúkdóma og dauða sem þekkt er að reykingar valda og það með undraverðum hraða ef við hindrum það ekki og frekar mælum með þeim sem leið frá sígarettunum og það sterklega. Við hverju er þá verið að vara okkur við og hræða varðandi börnin okkar með upplognum uppspuna þess óraunveruleika, innantóms hjóms, sem styðst ekki við neitt nema slagorð hræðslu og ótta? Jafnvel byggt á rannsóknum sem bendlaðar hafa verið við blekkingar og yfirhylmingar eigin gagna til að réttlæta boðskap sinn, í stað vísindalegra aðferða. Er það ástæðan sem við ætlum að byggja lög okkar á varðandi tóbaksvarnir hér á landi? Blekkja fólk með upplognum sökum, rusl vísindum og gera með lögum reykingafólki erfiðara fyrir að hætta og þeim sem veipa erfiðara fyrir að halda því áfram og fara ekki að reykja að nýju? Ófyrirsjáanlegur skaði óumflýjanlegur aukinna reykinga, sjúkdóma og dauða. Danir eru núna að vakna upp af martröð fagurgala þeirra sem settu tóbaksvarnalög að hætti sem við ætlum okkur skv. EU TPD. Nýjasta rannsókn þaðan segir í fréttatilkynningu frá krabbameinsfélagi þess lands að reykingar meðal ungs fólks hafi aukist um 15% og það bara á þessu eina ári sem lögin hafa verið í gildi. Hvað viljum við meira? Meira svartnætti í reykjarkófi nýrra reykingamanna. Getum við virkilega ekki séð fram úr reykjarmóðu fordóma og hræðsluáróðurs rusl vísindagreina lengur hér á landi? Hér er auðvitað átt við stofnanir okkar eins og tóbaksvarnir Landlæknis, tóbaksvarnir Krabbameinsfélags Íslands og ráðgjafa heilbrigðisráðherra. Ætlar ráðherra virkilega að fara að leggja fram frumvarp líkt því sem liggur fyrir og meginatriðum það sama og Danir eru að vakna upp við. Kæri ráðherra, ekki passa börnin mín, þú kannt það ekki og konan mín og ég erum full fær um slíkt eins og sést á börnum okkar og barnabörnum.Reykingatíðni barna hríðfallandi. 18-19 ára unglinga, NYTS/CDC, línurit gert af Prof Brad Rodu, USA, úr gögnum NYTS.
Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég Nokkrir kollega minna birtu grein í Fréttablaðinu þann 7. jan. undir heitinu "Rafrettur - úlfur í sauðagæru”. Hljómar eins og úlfur klæddur í lopapeysu sé orðinn einhver ógn við sjálft jafnvægi tilverunnar. En, hverjir eru hér í raun að klæðast peysu hvers í sjálfri grein þeirra? 14. janúar 2016 07:00
Milli lífs og dauða Krabbameinsfélagið, eða fulltrúi þess, hefur ekki riðið við einteyming í fjölmiðlum að undanförnu um þá ógn og meinta skaðsemi sem okkur gæti stafað af tilvist rafrettunnar. 17. mars 2016 09:00
Rafrettur: 95% skaðlausari en reykingar Vegna nýlegra greina í Fréttablaðinu (11. og 19. des. sl.), og var sú síðari eftir tvo kollega mína, þá sé ég mig tilneyddan til að bæta við nokkrum staðreyndum varðandi rafrettur og heilsufarsleg áhrif af notkun þeirra. Mikill og útbreiddur misskilningur virðist vera í umræðunni um hugsanlega slæmar afleiðingar og skaðleg áhrif 30. desember 2015 07:00
Með lögum skal einn og annar deyja, aðra bara örkumla Í kommentakerfi Vísis við frétt þann 13. febrúar sagðist einn aðili úr heilbrigðisstétt landsins í kommenti sínu ekki skilja um hvaða stórslys ég hafði átt við í viðtali í frétt Stöðvar2 þá um kvöldið. 27. febrúar 2017 12:15
Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00
Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu? Engin vísindaleg rök eru fyrir því að setja rafrettur í fjötra laga og reglugerða eins og til stendur að gera ef Ísland fer að tilskipun Evrópusambandsins. 5. febrúar 2016 07:00
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun