Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 21:30 Wes Morgan fagnar marki sínu. Vísir/Getty Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester City vann þar með 3-2 samanlagt. Liðið var illa leikið í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en náði marki í lokin sem reyndist heldur betur mikilvægt í kvöld. Eins og í fyrri leiknum varði markvörðurinn Kasper Schmeichel oft frábærlega og þar meðal eina vítaspyrnu frá leikmönnum Sevilla. Kasper varði því vítaspyrnu í báðum leikjum. Leicester City hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Craig Shakespeare, unnið þá alla og markatalan er 8-2. Það hefur því heldur betur borgað sig að reka Claudio Ranieri. Wes Morgan kom Leicester 1-0 á 27. mínútu en hafði smá heppni með sér. Aukaspyrna Riyad Mahrez fór þá af fyrirliðanum á fjærstönginni og í markið. Það var ekki að sjá að Wes Morgan hafi mikið um það að segja hvar boltinn endaði en sem betur fyrir Leiceser fór hann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu gríðarlega enda liðið komið yfir og í stöðu sem myndi skila þeim áfram í átta liða úrslitin. Marc Albrighton bætti við öðru marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.Fyrirgjöf Riyad Mahrez var skölluð til hans og hann náði góðu skoti í bláhornið af vítateigslínunni. Leicester komið í 2-0 og sæti í átta liða úrslitunum í sjónmáli. Staðan var enn betri fyrir Leicester-menn þegar Samir Nasri fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu fyrir að skalla Jamie Vardy. Vardy veiddi þetta spjald á Frakkann sem trylltist eftir að hann fékk rauða spjaldið. Kasper Schmeichel sá til þess að staðan var enn 2-0 þegar hann varði vítaspyrnu frá Steven N'Zonzi á 78. mínútu en Schmeichel braut sjálfur af sér. Schmeichel varði þar með vítaspyrnu í báðum leikjum liðanna. Sevilla reyndi að ná markinu í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu en Leicester-menn héldu út og tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester City vann þar með 3-2 samanlagt. Liðið var illa leikið í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en náði marki í lokin sem reyndist heldur betur mikilvægt í kvöld. Eins og í fyrri leiknum varði markvörðurinn Kasper Schmeichel oft frábærlega og þar meðal eina vítaspyrnu frá leikmönnum Sevilla. Kasper varði því vítaspyrnu í báðum leikjum. Leicester City hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Craig Shakespeare, unnið þá alla og markatalan er 8-2. Það hefur því heldur betur borgað sig að reka Claudio Ranieri. Wes Morgan kom Leicester 1-0 á 27. mínútu en hafði smá heppni með sér. Aukaspyrna Riyad Mahrez fór þá af fyrirliðanum á fjærstönginni og í markið. Það var ekki að sjá að Wes Morgan hafi mikið um það að segja hvar boltinn endaði en sem betur fyrir Leiceser fór hann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu gríðarlega enda liðið komið yfir og í stöðu sem myndi skila þeim áfram í átta liða úrslitin. Marc Albrighton bætti við öðru marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.Fyrirgjöf Riyad Mahrez var skölluð til hans og hann náði góðu skoti í bláhornið af vítateigslínunni. Leicester komið í 2-0 og sæti í átta liða úrslitunum í sjónmáli. Staðan var enn betri fyrir Leicester-menn þegar Samir Nasri fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu fyrir að skalla Jamie Vardy. Vardy veiddi þetta spjald á Frakkann sem trylltist eftir að hann fékk rauða spjaldið. Kasper Schmeichel sá til þess að staðan var enn 2-0 þegar hann varði vítaspyrnu frá Steven N'Zonzi á 78. mínútu en Schmeichel braut sjálfur af sér. Schmeichel varði þar með vítaspyrnu í báðum leikjum liðanna. Sevilla reyndi að ná markinu í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu en Leicester-menn héldu út og tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira