Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 21:30 Wes Morgan fagnar marki sínu. Vísir/Getty Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester City vann þar með 3-2 samanlagt. Liðið var illa leikið í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en náði marki í lokin sem reyndist heldur betur mikilvægt í kvöld. Eins og í fyrri leiknum varði markvörðurinn Kasper Schmeichel oft frábærlega og þar meðal eina vítaspyrnu frá leikmönnum Sevilla. Kasper varði því vítaspyrnu í báðum leikjum. Leicester City hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Craig Shakespeare, unnið þá alla og markatalan er 8-2. Það hefur því heldur betur borgað sig að reka Claudio Ranieri. Wes Morgan kom Leicester 1-0 á 27. mínútu en hafði smá heppni með sér. Aukaspyrna Riyad Mahrez fór þá af fyrirliðanum á fjærstönginni og í markið. Það var ekki að sjá að Wes Morgan hafi mikið um það að segja hvar boltinn endaði en sem betur fyrir Leiceser fór hann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu gríðarlega enda liðið komið yfir og í stöðu sem myndi skila þeim áfram í átta liða úrslitin. Marc Albrighton bætti við öðru marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.Fyrirgjöf Riyad Mahrez var skölluð til hans og hann náði góðu skoti í bláhornið af vítateigslínunni. Leicester komið í 2-0 og sæti í átta liða úrslitunum í sjónmáli. Staðan var enn betri fyrir Leicester-menn þegar Samir Nasri fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu fyrir að skalla Jamie Vardy. Vardy veiddi þetta spjald á Frakkann sem trylltist eftir að hann fékk rauða spjaldið. Kasper Schmeichel sá til þess að staðan var enn 2-0 þegar hann varði vítaspyrnu frá Steven N'Zonzi á 78. mínútu en Schmeichel braut sjálfur af sér. Schmeichel varði þar með vítaspyrnu í báðum leikjum liðanna. Sevilla reyndi að ná markinu í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu en Leicester-menn héldu út og tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester City vann þar með 3-2 samanlagt. Liðið var illa leikið í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en náði marki í lokin sem reyndist heldur betur mikilvægt í kvöld. Eins og í fyrri leiknum varði markvörðurinn Kasper Schmeichel oft frábærlega og þar meðal eina vítaspyrnu frá leikmönnum Sevilla. Kasper varði því vítaspyrnu í báðum leikjum. Leicester City hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Craig Shakespeare, unnið þá alla og markatalan er 8-2. Það hefur því heldur betur borgað sig að reka Claudio Ranieri. Wes Morgan kom Leicester 1-0 á 27. mínútu en hafði smá heppni með sér. Aukaspyrna Riyad Mahrez fór þá af fyrirliðanum á fjærstönginni og í markið. Það var ekki að sjá að Wes Morgan hafi mikið um það að segja hvar boltinn endaði en sem betur fyrir Leiceser fór hann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu gríðarlega enda liðið komið yfir og í stöðu sem myndi skila þeim áfram í átta liða úrslitin. Marc Albrighton bætti við öðru marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.Fyrirgjöf Riyad Mahrez var skölluð til hans og hann náði góðu skoti í bláhornið af vítateigslínunni. Leicester komið í 2-0 og sæti í átta liða úrslitunum í sjónmáli. Staðan var enn betri fyrir Leicester-menn þegar Samir Nasri fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu fyrir að skalla Jamie Vardy. Vardy veiddi þetta spjald á Frakkann sem trylltist eftir að hann fékk rauða spjaldið. Kasper Schmeichel sá til þess að staðan var enn 2-0 þegar hann varði vítaspyrnu frá Steven N'Zonzi á 78. mínútu en Schmeichel braut sjálfur af sér. Schmeichel varði þar með vítaspyrnu í báðum leikjum liðanna. Sevilla reyndi að ná markinu í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu en Leicester-menn héldu út og tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira