Leikmaðurinn sem Barcelona má ekki vera án og hann heitir ekki Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 08:30 Samuel Umtiti í hópi leikmanna Barcelona. Vísir/Getty Barcelona tapaði í spænsku deildinni um helgina og náði þar með ekki að fylgja eftir mögnuðum sigri sínum á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku. Lionel Messi var með Barcelona í leiknum en liðið saknaði hinsvegar Brasilíumannsins Neymar og franska varnarmannsins Samuel Umtiti. Neymar átti stórleik á móti Paris Saint Germain og hefði örugglega getað búið eitthvað til í sókninni en tölfræðin sýnir þó að mikilvægi Samuel Umtiti í vörninni er kannski enn meira þrátt fyrir að hann sé á sínu fyrsta ári. Neymar auglýsir hæfileika sína í næstum því hverjum leik en færri taka kannski eftir frammistöðu Samuel Umtiti sem virðist þó hafa mikil áhrif á gengi liðsins. Bæði mörkin sem Barcelona fékk á sig í tapinu á móti Deportivo La Coruna komu eftir föst leikatriði og þar hefði Samuel Umtiti getað bjargað miklu. Barcelona keypti hinn 23 ára gamla Samuel Umtiti í sumar fyrir 25 milljón evrur frá Olympique Lyonnais. Tölfræði Barcelona með og án Samuel Umtiti í spænsku deildinni í vetur er hreinlega sláandi. Liðið hefur unnið alla sextán leikina með hann innanborðs en aðeins tvo af ellefu án hans. En hver er ástæðan? Leikstíll Barcelona-liðsins hefur mikið um það að segja. Það er nefnilega ekki fyrir hver sem er að spila í Barcelona-vörninni enda þarf viðkomandi varnarmanni að líða einstaklega vel með boltann og geta spilað honum vel frá sér. Samuel Umtiti smellpassar þarna inn í Barca liðið því hann hjálpar liðinu að verjast í háloftunum um leið og hann er mjög öruggur með boltann. Umtiti hefur sýnd veikleikamerki eins og í 4-0 tapinu í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain og í 2-1 tapi á móti Athletic Bilbao í spænska bikarnum en það eru undantekningarnar. Frammistaða Samuel Umtiti á fyrsta ári og það að hann er aðeins 23 ára gamall bendir til þess að þarna sé á ferðinni framtíðarleiðtogi Barcelona-varnarinnar næstu árin. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Barcelona tapaði í spænsku deildinni um helgina og náði þar með ekki að fylgja eftir mögnuðum sigri sínum á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku. Lionel Messi var með Barcelona í leiknum en liðið saknaði hinsvegar Brasilíumannsins Neymar og franska varnarmannsins Samuel Umtiti. Neymar átti stórleik á móti Paris Saint Germain og hefði örugglega getað búið eitthvað til í sókninni en tölfræðin sýnir þó að mikilvægi Samuel Umtiti í vörninni er kannski enn meira þrátt fyrir að hann sé á sínu fyrsta ári. Neymar auglýsir hæfileika sína í næstum því hverjum leik en færri taka kannski eftir frammistöðu Samuel Umtiti sem virðist þó hafa mikil áhrif á gengi liðsins. Bæði mörkin sem Barcelona fékk á sig í tapinu á móti Deportivo La Coruna komu eftir föst leikatriði og þar hefði Samuel Umtiti getað bjargað miklu. Barcelona keypti hinn 23 ára gamla Samuel Umtiti í sumar fyrir 25 milljón evrur frá Olympique Lyonnais. Tölfræði Barcelona með og án Samuel Umtiti í spænsku deildinni í vetur er hreinlega sláandi. Liðið hefur unnið alla sextán leikina með hann innanborðs en aðeins tvo af ellefu án hans. En hver er ástæðan? Leikstíll Barcelona-liðsins hefur mikið um það að segja. Það er nefnilega ekki fyrir hver sem er að spila í Barcelona-vörninni enda þarf viðkomandi varnarmanni að líða einstaklega vel með boltann og geta spilað honum vel frá sér. Samuel Umtiti smellpassar þarna inn í Barca liðið því hann hjálpar liðinu að verjast í háloftunum um leið og hann er mjög öruggur með boltann. Umtiti hefur sýnd veikleikamerki eins og í 4-0 tapinu í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain og í 2-1 tapi á móti Athletic Bilbao í spænska bikarnum en það eru undantekningarnar. Frammistaða Samuel Umtiti á fyrsta ári og það að hann er aðeins 23 ára gamall bendir til þess að þarna sé á ferðinni framtíðarleiðtogi Barcelona-varnarinnar næstu árin.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira