Svikin loforð – enn og aftur Guðríður Arnardóttir skrifar 5. apríl 2017 16:00 Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun