Ekki fara á 80. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2017 06:30 Kemur Barcelona aftur til baka úr ómögulegri stöðu? vísir/getty Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Sjá meira
Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó