Sterkasta Reykjavíkurskákmótið í 53 ár Svavar Hávarðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Friðrik Ólafsson lék fyrsta leikinn í skák ofurstórmeistarans Anish Giri og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í fjöltefli í gær. vísir/anton brink Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið sem hefst í dag verður hið sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu þess. Alls eru um 280 skákmenn skráðir til leiks frá um 45 löndum. Þar af eru 35 stórmeistarar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Um 180 erlendir skákmenn taka þátt í mótinu. Fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada. Góð þátttaka Færeyinga vekur athygli en þeir eru 12 talsins. Mótshaldarar segja að Reykjavíkurskákmótið sé frekar skákhátíð en skákmót. Efnt er til alls konar sérviðburða meðan mótið fer fram, fjöltefli ofurstórmeistarans, sterkasta þátttakanda í sögu mótsins, Anish Giri, var í gær. En meðal annarra sérviðburða eru fyrirlestrar, hraðskákmót, barnahraðskákmót, spurningakeppni (pub quiz), fótboltamót skákmanna, kotrumót og ferð um gullna hringinn með viðkomu við leiði Bobbys Fischer. Nærri 100 íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu nú og þar á meðal þrír stórmeistarar. Stigahæstur þeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursælasti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Það sætir tíðindum að Jóhann Hjartarson tekur nú þátt í mótinu í fyrsta skipti í 21 ár og sá þriðji er Þröstur Þórhallsson. Sjö íslenskar skákkonur taka þátt. Fyrir þeim fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. Alþjóðlegu meistararnir Guðmundur Kjartansson, Bragi og Björn Þorfinnssynir taka þátt og það gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmaður. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Reykjavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið sem hefst í dag verður hið sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu þess. Alls eru um 280 skákmenn skráðir til leiks frá um 45 löndum. Þar af eru 35 stórmeistarar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Um 180 erlendir skákmenn taka þátt í mótinu. Fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada. Góð þátttaka Færeyinga vekur athygli en þeir eru 12 talsins. Mótshaldarar segja að Reykjavíkurskákmótið sé frekar skákhátíð en skákmót. Efnt er til alls konar sérviðburða meðan mótið fer fram, fjöltefli ofurstórmeistarans, sterkasta þátttakanda í sögu mótsins, Anish Giri, var í gær. En meðal annarra sérviðburða eru fyrirlestrar, hraðskákmót, barnahraðskákmót, spurningakeppni (pub quiz), fótboltamót skákmanna, kotrumót og ferð um gullna hringinn með viðkomu við leiði Bobbys Fischer. Nærri 100 íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu nú og þar á meðal þrír stórmeistarar. Stigahæstur þeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursælasti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Það sætir tíðindum að Jóhann Hjartarson tekur nú þátt í mótinu í fyrsta skipti í 21 ár og sá þriðji er Þröstur Þórhallsson. Sjö íslenskar skákkonur taka þátt. Fyrir þeim fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. Alþjóðlegu meistararnir Guðmundur Kjartansson, Bragi og Björn Þorfinnssynir taka þátt og það gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmaður.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Reykjavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira