Ronaldo örlagavaldurinn í München | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2017 20:30 Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira