Stuðningsmenn Dortmund sýndu Mónakó-fólkinu mikinn höfðingsskap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 08:30 Stuðningsmenn liðanna á Westfalenstadion í gærkvöldi. Vísir/Samsett/Getty Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær. Áhorfendurnir voru nær allir komnir á Westfalenstadion þegar fréttist af sprengjunni þar sem einn leikmaður Dortmund, Marc Bartra, slasaðist á hendi. Stuðningsmenn beggja lið héldu ró sinni á leikvanginum á meðan beðið var eftir hvort yrði af leiknum. Stuðningsmenn Borussia Dortmund og stuðningsmenn Mónakó sýndu allir mikinn klassa í þessum aðstæðum. Stuðningsmenn Mónakó fá mikið hrós fyrir að syngja „Áfram Dortmund“ félaginu til stuðnings þegar þeir fréttu af því að liðsrúta Dortmund hafi orðið fyrir árás og það kunnu heimamenn að meta. Leiknum var frestað þangað til 16.45 í dag en það þýddi að þeir stuðningsmenn Mónakó sem höfðu ferðast frá suðurströnd Frakklands til Dortmund höfðu flestir í engin hús að venda. Allir sem áttu miða á leikinn í gær fá miða á leikinn í kvöld. Stuðningsmenn Borussia Dortmund gátu sett sig í spor kollega sinna og hófu strax herferð á samfélagsmiðlum um að redda stuðningsmönnum Mónakó næturgistingu. BBC fjallaði um þetta höfðinglega framtak Þjóðverjanna og birti meðal annars skemmtilega mynd þar sem stuðningsmenn Dortmund og stuðningsmenn Mónakó voru að borða saman heima hjá stuðningsmanni Dortmund. Það má sjá myndband frá BBC hér fyrir neðan.What a fantastic gesture from the Dortmund fans ??https://t.co/YCaH9ncrpk pic.twitter.com/D59YZg02vv— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2017 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær. Áhorfendurnir voru nær allir komnir á Westfalenstadion þegar fréttist af sprengjunni þar sem einn leikmaður Dortmund, Marc Bartra, slasaðist á hendi. Stuðningsmenn beggja lið héldu ró sinni á leikvanginum á meðan beðið var eftir hvort yrði af leiknum. Stuðningsmenn Borussia Dortmund og stuðningsmenn Mónakó sýndu allir mikinn klassa í þessum aðstæðum. Stuðningsmenn Mónakó fá mikið hrós fyrir að syngja „Áfram Dortmund“ félaginu til stuðnings þegar þeir fréttu af því að liðsrúta Dortmund hafi orðið fyrir árás og það kunnu heimamenn að meta. Leiknum var frestað þangað til 16.45 í dag en það þýddi að þeir stuðningsmenn Mónakó sem höfðu ferðast frá suðurströnd Frakklands til Dortmund höfðu flestir í engin hús að venda. Allir sem áttu miða á leikinn í gær fá miða á leikinn í kvöld. Stuðningsmenn Borussia Dortmund gátu sett sig í spor kollega sinna og hófu strax herferð á samfélagsmiðlum um að redda stuðningsmönnum Mónakó næturgistingu. BBC fjallaði um þetta höfðinglega framtak Þjóðverjanna og birti meðal annars skemmtilega mynd þar sem stuðningsmenn Dortmund og stuðningsmenn Mónakó voru að borða saman heima hjá stuðningsmanni Dortmund. Það má sjá myndband frá BBC hér fyrir neðan.What a fantastic gesture from the Dortmund fans ??https://t.co/YCaH9ncrpk pic.twitter.com/D59YZg02vv— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2017
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30