Matarverð og fátækt á Íslandi Þórólfur Matthíasson og Guðjón Sigurbjartsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun