Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð í Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira