Er íslenskan í hættu? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun