Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 21:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti. vísir/getty Náinn ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn samskipti starfsmanna Trump í kosningabaráttunni við Rússa. Frá þessu er greint á vef Washington Post í kvöld en þar segir að þetta sýni að rannsóknin nái alla leið inn í Hvíta húsið og upp í efstu stöður ríkisstjórnar Trump. Ekki kemur fram í fréttinni hver þessi ráðgjafi er. Aukinn kraftur fer nú að færast í rannsóknina auk þess sem hún hættir að vera jafn hulin almenningi og hún hefur verið hingað til þar sem rannsakendurnir fara að taka viðtöl og kalla fólk í vitnaskýrslur. Þrátt fyrir það að þessi náni samstarfsmaður Trump sé nú til rannsóknar leggja heimildamenn Washington Post engu að síður áherslu á það að rannsóknin beinist fyrst og fremst að fyrrverandi samstarfsfólki forsetans, til að mynda þeim Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, og Paul Manafort sem stýrði kosningabaráttunni. Flynn sagði af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við rússneska sendiherrann Sergey Kislyak. Á meðal þeirra sem hafa viðurkennt að hafa átt í samskiptum við Rússa áður en Trump tók við eru þeir Jared Kushner, tengdasonur hans, Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og Rex Tillerson utanríkisráðherra. Fyrr í vikunni var skipaður sérstakur saksóknari fyrir rannsóknina, Robert S. Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI. Tíu dagar eru síðan Trump rak James Comey, forstjóra FBI, úr embætti vegna Rússarannsóknarinnar en í kjölfarið átti hann fund með rússneskum embættismönnum. Á þeim fundi á hann að hafa kallað Comey rugludall að því er New York Times greinir frá og sagt Rússunum að brottvikning hans úr starfi myndi minnka pressuna á því að rannsóknin héldi áfram. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Náinn ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn samskipti starfsmanna Trump í kosningabaráttunni við Rússa. Frá þessu er greint á vef Washington Post í kvöld en þar segir að þetta sýni að rannsóknin nái alla leið inn í Hvíta húsið og upp í efstu stöður ríkisstjórnar Trump. Ekki kemur fram í fréttinni hver þessi ráðgjafi er. Aukinn kraftur fer nú að færast í rannsóknina auk þess sem hún hættir að vera jafn hulin almenningi og hún hefur verið hingað til þar sem rannsakendurnir fara að taka viðtöl og kalla fólk í vitnaskýrslur. Þrátt fyrir það að þessi náni samstarfsmaður Trump sé nú til rannsóknar leggja heimildamenn Washington Post engu að síður áherslu á það að rannsóknin beinist fyrst og fremst að fyrrverandi samstarfsfólki forsetans, til að mynda þeim Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, og Paul Manafort sem stýrði kosningabaráttunni. Flynn sagði af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við rússneska sendiherrann Sergey Kislyak. Á meðal þeirra sem hafa viðurkennt að hafa átt í samskiptum við Rússa áður en Trump tók við eru þeir Jared Kushner, tengdasonur hans, Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og Rex Tillerson utanríkisráðherra. Fyrr í vikunni var skipaður sérstakur saksóknari fyrir rannsóknina, Robert S. Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI. Tíu dagar eru síðan Trump rak James Comey, forstjóra FBI, úr embætti vegna Rússarannsóknarinnar en í kjölfarið átti hann fund með rússneskum embættismönnum. Á þeim fundi á hann að hafa kallað Comey rugludall að því er New York Times greinir frá og sagt Rússunum að brottvikning hans úr starfi myndi minnka pressuna á því að rannsóknin héldi áfram.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00