Margs konar gögn sýna að Ólafur Ólafsson sagði rangt frá Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2017 19:15 Ólafur Ólafsson. Vísir/Eyþór Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira