Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. maí 2017 19:00 Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á. Blönduós Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á.
Blönduós Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira