Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. maí 2017 19:00 Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á. Blönduós Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á.
Blönduós Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira