Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 09:00 Gianluigi Buffon fagnar í leikslok í gær. Vísir/AP Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira