Samvinnutónn í Sádi-Arabíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2017 07:00 Trump ásamt leiðtogum Sád-Arabíu, Kúveit, Barein, Katar, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Óman í Ríad í gær. vísir/epa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira