Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. maí 2017 11:45 Göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir tókst að láta langþráðan draum sinn rætast í nótt þegar hún komst á topp Everest, hæsta fjalls heims. Það gerði hún klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma og er hún sjöundi Íslendingurinn til að ná þessum áfanga og fyrst kvenna. Hún gat þó hins vegar ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda og mikillar umferðar. Tómasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar, ræddi við hana þegar hún komst á toppinn í nótt. Ekkert símasamband er á fjallinu, en hann hefur talað við hana í gegnum talstöðvar. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Hljóðið í henni var mjög gott. Það var gífurlega mikil gleði í gangi og hún var mjög ánægð að hafa loksins náð þessu. Þetta er búið að vera gífurlega langt ferðalag og er búið að taka þó nokkur ár. Þetta er búið að vera draumur hennar í mjög langan tíma, sem að loksins náðist í nótt,“ segir Tomasz. Hann segir Vilborgu og sjerpann Tenji hafa verið um tíu til fimmtán mínútur á toppi Everest. Miklir vindar sem og umferð settu strik í reikninginn. „Annars var mikil umferð á fjallinu. Maður verður að gefa öðrum séns líka að smella selfie.“ Tómasz, sem segist lítið sem ekkret hafa sofið undanfarið, segir fjölskyldu Vilborgar vera í skýjunum með að hún hafi náð þessum árangri. Þá segir hann að það hafi verið erfitt að vera ekki með henni í þessu. „Maður er samt einhvern veginn inn í þessu allan tíman með henni og þetta er búið að ganga vel. Betur en maður hefði búist við.“Reyndi fyrst 2014Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu.Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.Everest er 8.848 metra hátt. Vilborg Arna Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45 Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir tókst að láta langþráðan draum sinn rætast í nótt þegar hún komst á topp Everest, hæsta fjalls heims. Það gerði hún klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma og er hún sjöundi Íslendingurinn til að ná þessum áfanga og fyrst kvenna. Hún gat þó hins vegar ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda og mikillar umferðar. Tómasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar, ræddi við hana þegar hún komst á toppinn í nótt. Ekkert símasamband er á fjallinu, en hann hefur talað við hana í gegnum talstöðvar. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Hljóðið í henni var mjög gott. Það var gífurlega mikil gleði í gangi og hún var mjög ánægð að hafa loksins náð þessu. Þetta er búið að vera gífurlega langt ferðalag og er búið að taka þó nokkur ár. Þetta er búið að vera draumur hennar í mjög langan tíma, sem að loksins náðist í nótt,“ segir Tomasz. Hann segir Vilborgu og sjerpann Tenji hafa verið um tíu til fimmtán mínútur á toppi Everest. Miklir vindar sem og umferð settu strik í reikninginn. „Annars var mikil umferð á fjallinu. Maður verður að gefa öðrum séns líka að smella selfie.“ Tómasz, sem segist lítið sem ekkret hafa sofið undanfarið, segir fjölskyldu Vilborgar vera í skýjunum með að hún hafi náð þessum árangri. Þá segir hann að það hafi verið erfitt að vera ekki með henni í þessu. „Maður er samt einhvern veginn inn í þessu allan tíman með henni og þetta er búið að ganga vel. Betur en maður hefði búist við.“Reyndi fyrst 2014Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu.Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.Everest er 8.848 metra hátt.
Vilborg Arna Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45 Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00
Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03
Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45
Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52