Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. maí 2017 11:45 Göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir tókst að láta langþráðan draum sinn rætast í nótt þegar hún komst á topp Everest, hæsta fjalls heims. Það gerði hún klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma og er hún sjöundi Íslendingurinn til að ná þessum áfanga og fyrst kvenna. Hún gat þó hins vegar ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda og mikillar umferðar. Tómasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar, ræddi við hana þegar hún komst á toppinn í nótt. Ekkert símasamband er á fjallinu, en hann hefur talað við hana í gegnum talstöðvar. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Hljóðið í henni var mjög gott. Það var gífurlega mikil gleði í gangi og hún var mjög ánægð að hafa loksins náð þessu. Þetta er búið að vera gífurlega langt ferðalag og er búið að taka þó nokkur ár. Þetta er búið að vera draumur hennar í mjög langan tíma, sem að loksins náðist í nótt,“ segir Tomasz. Hann segir Vilborgu og sjerpann Tenji hafa verið um tíu til fimmtán mínútur á toppi Everest. Miklir vindar sem og umferð settu strik í reikninginn. „Annars var mikil umferð á fjallinu. Maður verður að gefa öðrum séns líka að smella selfie.“ Tómasz, sem segist lítið sem ekkret hafa sofið undanfarið, segir fjölskyldu Vilborgar vera í skýjunum með að hún hafi náð þessum árangri. Þá segir hann að það hafi verið erfitt að vera ekki með henni í þessu. „Maður er samt einhvern veginn inn í þessu allan tíman með henni og þetta er búið að ganga vel. Betur en maður hefði búist við.“Reyndi fyrst 2014Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu.Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.Everest er 8.848 metra hátt. Vilborg Arna Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45 Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir tókst að láta langþráðan draum sinn rætast í nótt þegar hún komst á topp Everest, hæsta fjalls heims. Það gerði hún klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma og er hún sjöundi Íslendingurinn til að ná þessum áfanga og fyrst kvenna. Hún gat þó hins vegar ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda og mikillar umferðar. Tómasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar, ræddi við hana þegar hún komst á toppinn í nótt. Ekkert símasamband er á fjallinu, en hann hefur talað við hana í gegnum talstöðvar. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Hljóðið í henni var mjög gott. Það var gífurlega mikil gleði í gangi og hún var mjög ánægð að hafa loksins náð þessu. Þetta er búið að vera gífurlega langt ferðalag og er búið að taka þó nokkur ár. Þetta er búið að vera draumur hennar í mjög langan tíma, sem að loksins náðist í nótt,“ segir Tomasz. Hann segir Vilborgu og sjerpann Tenji hafa verið um tíu til fimmtán mínútur á toppi Everest. Miklir vindar sem og umferð settu strik í reikninginn. „Annars var mikil umferð á fjallinu. Maður verður að gefa öðrum séns líka að smella selfie.“ Tómasz, sem segist lítið sem ekkret hafa sofið undanfarið, segir fjölskyldu Vilborgar vera í skýjunum með að hún hafi náð þessum árangri. Þá segir hann að það hafi verið erfitt að vera ekki með henni í þessu. „Maður er samt einhvern veginn inn í þessu allan tíman með henni og þetta er búið að ganga vel. Betur en maður hefði búist við.“Reyndi fyrst 2014Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu.Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.Everest er 8.848 metra hátt.
Vilborg Arna Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45 Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00
Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03
Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45
Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52