Engin niðurstaða varðandi skipan dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 22:09 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í Alþingishúsinu í dag. vísir/anton brink Fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fjallað var um skipan dómara við Landsrétt lauk á tíunda tímanum í kvöld án niðurstöðu. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi formaður nefndarinnar, segir í samtali við Vísi að nefndin fundi aftur á morgun en ná þarf niðurstöðu í málið fyrir þinglok sem einmitt eru áætluð á morgun. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom bæði á fund nefndarinnar í morgun og svo milli klukkan 13 og 14 í dag. Minnihlutinn í nefndinni telur vafa leika á því að tillaga hennar um þá 15 einstaklinga sem skipa skulu Landsrétt standist lög þar sem ráðherra leggur til að fjórir einstaklingar verði skipaðir sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Njáll Trausti segir að nefndin fari nú í gegnum allar hliðar málsins en auk dómsmálaráðherra kom nokkur fjöldi gesta á fund nefndarinnar í dag. Á meðal þeirra sem komu voru formaður hæfnisnefndarinnar, Gunnlaugur Claessen, Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, Reimar Pétursson,formaður Lögmannafélagsins og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, varaformaður Dómarafélags Íslands. „Það liggur fyrir hvert álitamálið er og það varðar hvort að rökstuðningur ráðherra teljist uppfylla þá rannsóknarskyldu sem hvílir á ráðherra sem kýs að víkja með svona verulegum hætti frá tillögu dómnefndar um hæfustu umsækjendur um dómaraembætti og það verður áfram reifað á fundinum á morgun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem tekur sæti í nefndinni í þessu máli fyrir Svandísi Svavarsdóttur. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fjallað var um skipan dómara við Landsrétt lauk á tíunda tímanum í kvöld án niðurstöðu. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi formaður nefndarinnar, segir í samtali við Vísi að nefndin fundi aftur á morgun en ná þarf niðurstöðu í málið fyrir þinglok sem einmitt eru áætluð á morgun. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom bæði á fund nefndarinnar í morgun og svo milli klukkan 13 og 14 í dag. Minnihlutinn í nefndinni telur vafa leika á því að tillaga hennar um þá 15 einstaklinga sem skipa skulu Landsrétt standist lög þar sem ráðherra leggur til að fjórir einstaklingar verði skipaðir sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Njáll Trausti segir að nefndin fari nú í gegnum allar hliðar málsins en auk dómsmálaráðherra kom nokkur fjöldi gesta á fund nefndarinnar í dag. Á meðal þeirra sem komu voru formaður hæfnisnefndarinnar, Gunnlaugur Claessen, Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, Reimar Pétursson,formaður Lögmannafélagsins og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, varaformaður Dómarafélags Íslands. „Það liggur fyrir hvert álitamálið er og það varðar hvort að rökstuðningur ráðherra teljist uppfylla þá rannsóknarskyldu sem hvílir á ráðherra sem kýs að víkja með svona verulegum hætti frá tillögu dómnefndar um hæfustu umsækjendur um dómaraembætti og það verður áfram reifað á fundinum á morgun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem tekur sæti í nefndinni í þessu máli fyrir Svandísi Svavarsdóttur.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19
Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30