Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. vísir/anton brink „Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
„Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira