Innlent

Eva Ágústa fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar

Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Eva Ágústa Aradóttir varð í dag fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Hún segir það hafa verið mikinn heiður.

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði en það var transkonan Eva sem fékk þann heiður að vera fjallkona í bænum.

Dagskráin var þétt í Hafnarfirði í dag og steig Eva á svið á Þórsplani klukkan 13:30 og las ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Eva er fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar og var hún alsæl eftir að hún steig af sviðinu. „Vá, það var frábært. Mjög skemmtilegt og mikill heiður að fá að taka þátt í þessu,“ segir Eva sem er Hafnfirðingur í húð og hár.

Hún segir það mikil upphefð að fá að fá að vera fjallkona í bænum og stórt skref í réttindabaráttunni. „Og mannréttindi almennt. Að fá að vera kona, burtséð frá því hvernig ég er, hvernig ég lít út, hvernig ég tala. Það er náttúrulega bara frábært og fjallkonan er ímynd íslensku konunnar,“ segir Eva.


Tengdar fréttir

Rigningin hluti af deginum

Mikið var um að vera í miðborginni í dag þar sem haldið var upp á þjóðhátíðardag Íslendinga. Þeir allra hörðustu létu rigninguna ekki á sig fá og spókuðu sig um í bænum.

Sjálfstæði Íslands fagnað í vætunni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig við styttuna af Jóni Sigurðssyni í fyrsta skipti þegar þjóðhátíðardeginum var fagnað á Austurvelli fyrir hádegi. Fjallkonan að þessu sinni var Þóra Einarsdóttir, söngkona.

Transkonan Eva verður fjallkonan í Hafnarfirði

Eva Ágústa Aradóttir verður fjallkona Hafnarfjarðarbæjar á þjóðhátíðardaginn. Óformleg athugun leiðir í ljós að Eva Ágústa er fyrsta transkonan sem gegnir hlutverki fjallkonu við opinber hátíðarhöld. Hún segir heiðurinn vera mikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×