Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 20:59 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50