Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 10:11 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að hann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Ólíklegt er talið að Sessions muni greina frá samtölum sínum við forsetann, að því er Politico hefur eftir heimildamönnum sem blaðið segir standa ráðherranum nærri. The Guardian segir að mögulega muni Sessions neita að svara og bera fyrir sig réttindi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa til að veita ekki upplýsingar. Sessions varð uppvís að því að hafa ekki greint frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn fyrir þingnefnd sem fjallaði um skipan hans í embætti dómsmálaráðherra. Hann sagði sig frá rannsókn á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við Rússa í kjölfarið.Ráðherrann líklega sjálfur undir smásjánniComey bar fyrir nefndinni í síðustu viku að hann hefði beðið Sessions um að sjá til þess að Trump hefði ekki beint samband við sig aftur. Sagði hann forsetann hafa krafið sig um hollustu á einkafundi þeirra og lýst von sinni um að Comey hætti rannsókn á tengslunum við Rússa. Túlkaði Comey það sem tilmæli þess efnis.James Comey bar vitni eiðsvarinn í síðustu viku.Vísir/GettyDómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem það neitaði frásögn Comey af samskiptum þeirra Sessions um forsetann. Politico segir að samskipti Trump og Sessions hafi verið sérlega stirð undanfarið. Forsetinn kenni dómsmálaráðherranum um að skipaður hafi verið sérstakur rannsakandi til að kanna tengsl framboðs hans við Rússa. Þá telur hann að Sessions hefði ekki átt að segja sig frá málunum. Sessions er líklega sjálfur undir smásjánni hjá Robert Mueller, rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Comey gaf í skyn í framburði sínum í síðustu viku að fleiri ástæður hefðu verið fyrir því að Sessions dróg sig í hlé en aðeins sú að hann hefði komið nærri framboði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að hann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Ólíklegt er talið að Sessions muni greina frá samtölum sínum við forsetann, að því er Politico hefur eftir heimildamönnum sem blaðið segir standa ráðherranum nærri. The Guardian segir að mögulega muni Sessions neita að svara og bera fyrir sig réttindi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa til að veita ekki upplýsingar. Sessions varð uppvís að því að hafa ekki greint frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn fyrir þingnefnd sem fjallaði um skipan hans í embætti dómsmálaráðherra. Hann sagði sig frá rannsókn á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við Rússa í kjölfarið.Ráðherrann líklega sjálfur undir smásjánniComey bar fyrir nefndinni í síðustu viku að hann hefði beðið Sessions um að sjá til þess að Trump hefði ekki beint samband við sig aftur. Sagði hann forsetann hafa krafið sig um hollustu á einkafundi þeirra og lýst von sinni um að Comey hætti rannsókn á tengslunum við Rússa. Túlkaði Comey það sem tilmæli þess efnis.James Comey bar vitni eiðsvarinn í síðustu viku.Vísir/GettyDómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem það neitaði frásögn Comey af samskiptum þeirra Sessions um forsetann. Politico segir að samskipti Trump og Sessions hafi verið sérlega stirð undanfarið. Forsetinn kenni dómsmálaráðherranum um að skipaður hafi verið sérstakur rannsakandi til að kanna tengsl framboðs hans við Rússa. Þá telur hann að Sessions hefði ekki átt að segja sig frá málunum. Sessions er líklega sjálfur undir smásjánni hjá Robert Mueller, rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Comey gaf í skyn í framburði sínum í síðustu viku að fleiri ástæður hefðu verið fyrir því að Sessions dróg sig í hlé en aðeins sú að hann hefði komið nærri framboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45