Guðni Th. minnist ananas-mannsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2017 15:41 Guðni vakti heimsathygli fyrir andúð sína á ananas sem álegg á flatbökum. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist Sam Panopoulos, Kanadamannsins sem talinn er hafa fyrstur allra notað ananas sem álegg á pítsur. Panopoulos er fallinn frá 83 ára gamall eins og Vísir fjallaði um í gær. Óhætt er að segja að hugmynd hans hafi ýmist fallið í góðan eða grýttan jarðveg, og meira að segja komið Íslandi í heimsfréttirnar ef svo má segja. Fólk skiptist í fylkingar, með ananas og á móti, þegar út spurðist að forseti Íslands væri mótfallinn ananasi sem áleggi á pítsur.Sómamaður með skopskyn í lagi „Ég les á netinu að Sam Panopoulos sé fallinn frá, Kanadamaðurinn sem fyrstur allra setti ananas á pítsu. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Af fréttum að dæma var Sam þessi sómamaður, með skopskynið í lagi. Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. Fjölmiðlar úti í heimi fjalla um andlát Panopoulos. BBC segir að Hawaii pítsan svonefnda með skinku og ananas, sem Panopoulos á heiðurinn að, hafi leitt til hneykslunar hjá þjóðarleiðtogum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti yfir ánægju sinni með pítsuna á Twitter snemma á árinu undir merkinu #TeamPineapple. Guðni sagði svo sína skoðun á málinu í heimsókn til Akureyrar.Ananas góður, en ekki á pítsu „Sagan af „stóra ananasmálinu“ er gott dæmi um það að við búum í heimsþorpi. Góðlátlegt grín mitt á Akureyri varð fréttaefni um víða veröld. Um leið gaf sú óvænta athygli ágætis tilefni til að fjalla um valdmörk þjóðarleiðtoga og frelsi fólks til að gera það sem það vill - svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Rifjar Guðni upp yfirlýsingu sína um þau grunngildi: „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.“ Panopoulos sagðist ekkert skilja í skoðun Guðna. Ananas gæfi pítsum ferskleika. Panopoulos er líst sem manni með beinskeittan húmor, háværan hlátur og hreinskilni sem verði saknað af ættingjum, vinum sem og samstarfsfólki og viðskiptavinum.Eldi fréttir af Guðna og ávextinum umdeilda má sjá hér að neðan. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist Sam Panopoulos, Kanadamannsins sem talinn er hafa fyrstur allra notað ananas sem álegg á pítsur. Panopoulos er fallinn frá 83 ára gamall eins og Vísir fjallaði um í gær. Óhætt er að segja að hugmynd hans hafi ýmist fallið í góðan eða grýttan jarðveg, og meira að segja komið Íslandi í heimsfréttirnar ef svo má segja. Fólk skiptist í fylkingar, með ananas og á móti, þegar út spurðist að forseti Íslands væri mótfallinn ananasi sem áleggi á pítsur.Sómamaður með skopskyn í lagi „Ég les á netinu að Sam Panopoulos sé fallinn frá, Kanadamaðurinn sem fyrstur allra setti ananas á pítsu. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Af fréttum að dæma var Sam þessi sómamaður, með skopskynið í lagi. Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. Fjölmiðlar úti í heimi fjalla um andlát Panopoulos. BBC segir að Hawaii pítsan svonefnda með skinku og ananas, sem Panopoulos á heiðurinn að, hafi leitt til hneykslunar hjá þjóðarleiðtogum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti yfir ánægju sinni með pítsuna á Twitter snemma á árinu undir merkinu #TeamPineapple. Guðni sagði svo sína skoðun á málinu í heimsókn til Akureyrar.Ananas góður, en ekki á pítsu „Sagan af „stóra ananasmálinu“ er gott dæmi um það að við búum í heimsþorpi. Góðlátlegt grín mitt á Akureyri varð fréttaefni um víða veröld. Um leið gaf sú óvænta athygli ágætis tilefni til að fjalla um valdmörk þjóðarleiðtoga og frelsi fólks til að gera það sem það vill - svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Rifjar Guðni upp yfirlýsingu sína um þau grunngildi: „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.“ Panopoulos sagðist ekkert skilja í skoðun Guðna. Ananas gæfi pítsum ferskleika. Panopoulos er líst sem manni með beinskeittan húmor, háværan hlátur og hreinskilni sem verði saknað af ættingjum, vinum sem og samstarfsfólki og viðskiptavinum.Eldi fréttir af Guðna og ávextinum umdeilda má sjá hér að neðan.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15