Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:22 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu að mati hæfisnefndar út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02
Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00
Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent