Færibandafólkið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júlí 2017 10:41 Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun