„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 16:00 Íslandsmeistarar FH mæta færeysku meisturunum í Víkingi úr Götu í kvöld á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 en þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Færeyska liðið er á toppnum heima fyrir og hefur náð góðum úrslitum í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Það gerði jafntefli í öðrum leik sínum gegn Rosenborg í fyrra og lagði Tromsö fyrir tveimur árum. Markmiðið í kvöld er að halda markinu hreinu segir Atli Gregersen, fyrirliði Víkings og landsliðsmaður Færeyja. Leikstíll Færeyinganna mun ekki koma á óvart. „Við munum reyna að skora því ég væri til í að skora á móti góðvini mínum Gunnari Nielsen. Það er erfitt að spá fyrir um þetta því fyrri leikurinn er bara fyrri hálfleikurinn í einvíginu,“ segir Atli.„Við ætlum að reyna að vera þéttir og reyna að skora úr skyndisóknum. Það kemur auðvitað ekkert á óvart. Þetta verður erfitt en við hlökkum til að spila á móti liði frá frændþjóð okkar. Þetta verður vonandi góður leikur en menn munu láta finna fyrir sér held ég.“ Atli segist ekki vita mikið um FH-liðið en þekkir þó þeirra helstu menn. Hann líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við enskan landsliðsframherja. „Þeir eru auðvitað með stóra Andy Carroll frammi sem er mjög góður. Svo er FH með Atla Guðnason og Skotann Steven Lennon. FH er mjög gott lið sem erfitt er að finna veikleika á. Markvörðurinn er líka mjög góður,“ segir Atli. „Þeir urðu meistarar í fyrra með góðum varnarleik en við einbeitum okkur ekki of mikið að þeim heldur að okkur. Við erum með góða leikmenn frammi sem geta vonandi skaðað FH. Það er erfitt að spá í þetta saman því ég hef ekki hugmynd um hverju ég á að búast við. Eina sem ég veit er að ég mun njóta leiksins,“ segir Atli Gregersen. Viðtalið við Atla má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Íslandsmeistarar FH mæta færeysku meisturunum í Víkingi úr Götu í kvöld á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 en þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Færeyska liðið er á toppnum heima fyrir og hefur náð góðum úrslitum í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Það gerði jafntefli í öðrum leik sínum gegn Rosenborg í fyrra og lagði Tromsö fyrir tveimur árum. Markmiðið í kvöld er að halda markinu hreinu segir Atli Gregersen, fyrirliði Víkings og landsliðsmaður Færeyja. Leikstíll Færeyinganna mun ekki koma á óvart. „Við munum reyna að skora því ég væri til í að skora á móti góðvini mínum Gunnari Nielsen. Það er erfitt að spá fyrir um þetta því fyrri leikurinn er bara fyrri hálfleikurinn í einvíginu,“ segir Atli.„Við ætlum að reyna að vera þéttir og reyna að skora úr skyndisóknum. Það kemur auðvitað ekkert á óvart. Þetta verður erfitt en við hlökkum til að spila á móti liði frá frændþjóð okkar. Þetta verður vonandi góður leikur en menn munu láta finna fyrir sér held ég.“ Atli segist ekki vita mikið um FH-liðið en þekkir þó þeirra helstu menn. Hann líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við enskan landsliðsframherja. „Þeir eru auðvitað með stóra Andy Carroll frammi sem er mjög góður. Svo er FH með Atla Guðnason og Skotann Steven Lennon. FH er mjög gott lið sem erfitt er að finna veikleika á. Markvörðurinn er líka mjög góður,“ segir Atli. „Þeir urðu meistarar í fyrra með góðum varnarleik en við einbeitum okkur ekki of mikið að þeim heldur að okkur. Við erum með góða leikmenn frammi sem geta vonandi skaðað FH. Það er erfitt að spá í þetta saman því ég hef ekki hugmynd um hverju ég á að búast við. Eina sem ég veit er að ég mun njóta leiksins,“ segir Atli Gregersen. Viðtalið við Atla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30