„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 16:00 Íslandsmeistarar FH mæta færeysku meisturunum í Víkingi úr Götu í kvöld á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 en þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Færeyska liðið er á toppnum heima fyrir og hefur náð góðum úrslitum í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Það gerði jafntefli í öðrum leik sínum gegn Rosenborg í fyrra og lagði Tromsö fyrir tveimur árum. Markmiðið í kvöld er að halda markinu hreinu segir Atli Gregersen, fyrirliði Víkings og landsliðsmaður Færeyja. Leikstíll Færeyinganna mun ekki koma á óvart. „Við munum reyna að skora því ég væri til í að skora á móti góðvini mínum Gunnari Nielsen. Það er erfitt að spá fyrir um þetta því fyrri leikurinn er bara fyrri hálfleikurinn í einvíginu,“ segir Atli.„Við ætlum að reyna að vera þéttir og reyna að skora úr skyndisóknum. Það kemur auðvitað ekkert á óvart. Þetta verður erfitt en við hlökkum til að spila á móti liði frá frændþjóð okkar. Þetta verður vonandi góður leikur en menn munu láta finna fyrir sér held ég.“ Atli segist ekki vita mikið um FH-liðið en þekkir þó þeirra helstu menn. Hann líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við enskan landsliðsframherja. „Þeir eru auðvitað með stóra Andy Carroll frammi sem er mjög góður. Svo er FH með Atla Guðnason og Skotann Steven Lennon. FH er mjög gott lið sem erfitt er að finna veikleika á. Markvörðurinn er líka mjög góður,“ segir Atli. „Þeir urðu meistarar í fyrra með góðum varnarleik en við einbeitum okkur ekki of mikið að þeim heldur að okkur. Við erum með góða leikmenn frammi sem geta vonandi skaðað FH. Það er erfitt að spá í þetta saman því ég hef ekki hugmynd um hverju ég á að búast við. Eina sem ég veit er að ég mun njóta leiksins,“ segir Atli Gregersen. Viðtalið við Atla má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira
Íslandsmeistarar FH mæta færeysku meisturunum í Víkingi úr Götu í kvöld á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 en þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Færeyska liðið er á toppnum heima fyrir og hefur náð góðum úrslitum í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Það gerði jafntefli í öðrum leik sínum gegn Rosenborg í fyrra og lagði Tromsö fyrir tveimur árum. Markmiðið í kvöld er að halda markinu hreinu segir Atli Gregersen, fyrirliði Víkings og landsliðsmaður Færeyja. Leikstíll Færeyinganna mun ekki koma á óvart. „Við munum reyna að skora því ég væri til í að skora á móti góðvini mínum Gunnari Nielsen. Það er erfitt að spá fyrir um þetta því fyrri leikurinn er bara fyrri hálfleikurinn í einvíginu,“ segir Atli.„Við ætlum að reyna að vera þéttir og reyna að skora úr skyndisóknum. Það kemur auðvitað ekkert á óvart. Þetta verður erfitt en við hlökkum til að spila á móti liði frá frændþjóð okkar. Þetta verður vonandi góður leikur en menn munu láta finna fyrir sér held ég.“ Atli segist ekki vita mikið um FH-liðið en þekkir þó þeirra helstu menn. Hann líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við enskan landsliðsframherja. „Þeir eru auðvitað með stóra Andy Carroll frammi sem er mjög góður. Svo er FH með Atla Guðnason og Skotann Steven Lennon. FH er mjög gott lið sem erfitt er að finna veikleika á. Markvörðurinn er líka mjög góður,“ segir Atli. „Þeir urðu meistarar í fyrra með góðum varnarleik en við einbeitum okkur ekki of mikið að þeim heldur að okkur. Við erum með góða leikmenn frammi sem geta vonandi skaðað FH. Það er erfitt að spá í þetta saman því ég hef ekki hugmynd um hverju ég á að búast við. Eina sem ég veit er að ég mun njóta leiksins,“ segir Atli Gregersen. Viðtalið við Atla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira
Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir 12. júlí 2017 11:30