Kushner sver af sér samráð við Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 13:02 Jared Kushner hefur verið gagnrýndur fyrir að greina ekki hreint frá samskiptum við rússneska embættis- og athafnamenn. Vísir/AFP Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta neitar því að hafa átt samráð við rússnesk stjórnvöld um forsetakosningarnar í fyrra. Þetta kemur fram í skriflegum framburði sem Jared Kushner hefur sent þingnefndinni sem hann kemur fyrir í dag. Kushner kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og hliðstæðu hennar í fulltrúadeildinni á morgun. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir luktum dyrum og talið er að framburður Kushner verði ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að í skriflegri yfirlýsingu Kushner til beggja nefnda greini hann frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum á meðan á kosningabaráttunni stóð og frá tímabilinu frá því að Trump var kjörinn og þangað til hann tók við embætti. Þar á meðal er fundurinn með rússneskum lögfræðingi sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton sem sagt hefur verið frá undanfarið. Donald Trump yngri, sonur forsetans og mágur Kushner, kom þeim fundi á koppinn.Engin óviðeigandi samskipti Kushner ver samskipti sín við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa, og fleiri embættismenn og segir þá dæmigerða fyrir samskipti sem tengiliðir forsetaframboðs eins og hann var hafa við erlendar ríkisstjórnir. Hafnar hann því að hafa gert nokkuð saknæmt og staðhæfir að samskipti hans við Rússa hafi verið takmörkuð. Þau hafi ekki verið óviðeigandi. Þá segir hann að viðskiptaveldi sitt hafi ekki reitt sig á fjármögnun frá Rússlandi. „Ég átti ekki í samráði og ég veit ekki um neinn annan í framboðinu sem átti samráð við nein erlend stjórnvöld,“ segir Kushner í yfirlýsingu sinni.Nefndir Bandaríkjaþings vilja einnig að Paul Manafort, fv. kosningastjóri Trump, beri vitni um samskipti við Rússa.Vísir/AFPVildi afsökun til að komast af fundinum margumræddaUm fund þeirra Donald Trump yngri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneska lögfræðingum í fyrra segist Kushner hafa mætt seint. Hann hafi fljótt gert sér grein fyrir að fátt markvert kæmi fram á honum og að „tímanum væri illa varið“. Hann hafi jafnvel sent aðstoðarmanni skilaboð á meðan hann var á fundinum og beðið hann um að hringja í sig til þess að hann hefði afsökun til að láta sig hverfa af honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kushner er 36 ára gamall. Auk þess að vera eiginmaður Ivönku, dóttur Bandaríkjaforseta, hefur Kushner verið einn helsti trúnaðarmaður Trump. Hefur forsetinn falið honum fjölda verkefna, þar á meðal að koma á friði í Miðausturlöndum og að binda enda á ópíumfaraldur í Bandaríkjunum.Sendi óvart drög að yfirlýsingu um samskipti við erlenda aðilaÞingnefndir í bæði öldunga- og fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsaka nú meint samráð framboðs Trump við Rússa auk þess sem dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller sem sérstakan rannsakanda í málinu. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir víðtækum tilraunum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra með það að markmiði að tryggja Trump sigur.Formenn leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Mark Warner (3.f.v.) og Richard Burr (2.f.h.) hafa kallað Kushner á sinn fund í dag.Vísir/EPABent hefur verið á að Kushner hafi ekki látið samskipta sinna við Rússa getið þegar hann skilaði yfirlýsingu sem er krafist þegar embættismenn fá öryggisheimild og aðgang að leynilegum upplýsingum. Kushner segir að fyrir mistök hafi ófullkomin yfirlýsing verið send yfirvöldum. Þær upplýsingar hafi verið uppfærðar yfir hálfs árs tímabil síðan. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Búist er við að spurningar um samskipti við rússneska embætismenn og athafnamenn verði efst á baugi þegar Jared Kushner, tengdasonur og helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir þingnefnd í dag. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum og verður framburður Kushner ekki eiðsvarinn. 24. júlí 2017 08:42 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 23. júlí 2017 11:03 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta neitar því að hafa átt samráð við rússnesk stjórnvöld um forsetakosningarnar í fyrra. Þetta kemur fram í skriflegum framburði sem Jared Kushner hefur sent þingnefndinni sem hann kemur fyrir í dag. Kushner kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og hliðstæðu hennar í fulltrúadeildinni á morgun. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir luktum dyrum og talið er að framburður Kushner verði ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að í skriflegri yfirlýsingu Kushner til beggja nefnda greini hann frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum á meðan á kosningabaráttunni stóð og frá tímabilinu frá því að Trump var kjörinn og þangað til hann tók við embætti. Þar á meðal er fundurinn með rússneskum lögfræðingi sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton sem sagt hefur verið frá undanfarið. Donald Trump yngri, sonur forsetans og mágur Kushner, kom þeim fundi á koppinn.Engin óviðeigandi samskipti Kushner ver samskipti sín við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa, og fleiri embættismenn og segir þá dæmigerða fyrir samskipti sem tengiliðir forsetaframboðs eins og hann var hafa við erlendar ríkisstjórnir. Hafnar hann því að hafa gert nokkuð saknæmt og staðhæfir að samskipti hans við Rússa hafi verið takmörkuð. Þau hafi ekki verið óviðeigandi. Þá segir hann að viðskiptaveldi sitt hafi ekki reitt sig á fjármögnun frá Rússlandi. „Ég átti ekki í samráði og ég veit ekki um neinn annan í framboðinu sem átti samráð við nein erlend stjórnvöld,“ segir Kushner í yfirlýsingu sinni.Nefndir Bandaríkjaþings vilja einnig að Paul Manafort, fv. kosningastjóri Trump, beri vitni um samskipti við Rússa.Vísir/AFPVildi afsökun til að komast af fundinum margumræddaUm fund þeirra Donald Trump yngri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneska lögfræðingum í fyrra segist Kushner hafa mætt seint. Hann hafi fljótt gert sér grein fyrir að fátt markvert kæmi fram á honum og að „tímanum væri illa varið“. Hann hafi jafnvel sent aðstoðarmanni skilaboð á meðan hann var á fundinum og beðið hann um að hringja í sig til þess að hann hefði afsökun til að láta sig hverfa af honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kushner er 36 ára gamall. Auk þess að vera eiginmaður Ivönku, dóttur Bandaríkjaforseta, hefur Kushner verið einn helsti trúnaðarmaður Trump. Hefur forsetinn falið honum fjölda verkefna, þar á meðal að koma á friði í Miðausturlöndum og að binda enda á ópíumfaraldur í Bandaríkjunum.Sendi óvart drög að yfirlýsingu um samskipti við erlenda aðilaÞingnefndir í bæði öldunga- og fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsaka nú meint samráð framboðs Trump við Rússa auk þess sem dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller sem sérstakan rannsakanda í málinu. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir víðtækum tilraunum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra með það að markmiði að tryggja Trump sigur.Formenn leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Mark Warner (3.f.v.) og Richard Burr (2.f.h.) hafa kallað Kushner á sinn fund í dag.Vísir/EPABent hefur verið á að Kushner hafi ekki látið samskipta sinna við Rússa getið þegar hann skilaði yfirlýsingu sem er krafist þegar embættismenn fá öryggisheimild og aðgang að leynilegum upplýsingum. Kushner segir að fyrir mistök hafi ófullkomin yfirlýsing verið send yfirvöldum. Þær upplýsingar hafi verið uppfærðar yfir hálfs árs tímabil síðan.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Búist er við að spurningar um samskipti við rússneska embætismenn og athafnamenn verði efst á baugi þegar Jared Kushner, tengdasonur og helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir þingnefnd í dag. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum og verður framburður Kushner ekki eiðsvarinn. 24. júlí 2017 08:42 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 23. júlí 2017 11:03 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00
Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Búist er við að spurningar um samskipti við rússneska embætismenn og athafnamenn verði efst á baugi þegar Jared Kushner, tengdasonur og helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir þingnefnd í dag. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum og verður framburður Kushner ekki eiðsvarinn. 24. júlí 2017 08:42
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 23. júlí 2017 11:03
Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent