Lífið er Línudans – Um flutningskerfi sæstrengs Magnús Rannver Rafnsson skrifar 4. ágúst 2017 14:15 Nýleg heimildarmynd um flutningskerfi raforku ber nafnið Línudans. Myndin er merki um djúpstæða ósátt um raforkukerfin. Lágur rafmagns- og upphitunarkostnaður hefur lengi verið lykilþáttur í íslensku velferðarsamfélagi og veitt okkur fríðindi sem aðrar þjóðir ekki hafa í sama mæli, s.s. sundlaugar, heita potta og hálkubræðandi gangstéttir. En nú eru blikur á lofti. Hagsmunaöfl á orkusviði eru að öðlast slík völd í samfélaginu að rökrétt er að ætla þessa tíma senn liðna. Sérmenntað fólk í lykilstöðum þiggur greiðslur og verkefni fyrir að ryðja hindrunum úr vegi í þágu sérhagsmunaafla. Sérfræðingarnir starfa undir merkjum lagabálka, sem þeir hanna, skrifa og túlka sjálfir eftir pöntuðum hagsmunum útvalinna. Kallast tengslanet, en eru sérhagsmunasamtök fárra, starfrækt á kostnað annarra; íslensks almennings. Engin merki eru um að þessum öflum verði veitt viðnám í bráð. Sæstrengur gæti orðið næsta ógn í röð ógna við íslenska velferð. Þungi áróðursins vex og aukin áhersla á meinta nauðsynlega lagasetningu sem ætlað er að tryggja raforkuflutning – og ryðja fyrirstöðunni (fólkinu) úr vegi – er áberandi. Sæstrengur ekki á dagskrá? Áætlanir orkufyrirtækja benda til annars. Hundrað milljarða uppbygging flutningskerfa raforku virðist hafa einn megintilgang; að tryggja fæðingu sæstrengs. Hnökralaus fæðing slíks ofurmannvirkis – lengsta og dýrasta sæstrengs heims – er grunnforsenda fjárfestingarinnar. Án hennar verður enginn sæstrengur. Hvort íslenskir eða erlendir aðilar greiði fyrir sæstreng skiptir líklegast ekki máli, íslenskur almenningur mun þurfa að greiða fyrir 100 milljarða flutningskerfi. Einhver mun þurfa að greiða fyrir 800 milljarða sæstreng. Orkuverð mun hækka. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar sæstrengs til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins mun orkuverð hækka um „fimm til tíu prósent“. Skoðum það; 100 milljarða flutningskerfi, lengsti sæstrengur heims, alger óvissa, verðlag orku í Evrópu og sveiflur íslenskrar krónu. Fráleitar getgátur. Verkefnisstjórn fjögurra einstaklinga skipa meðal annars Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets og nú starfsmaður AraEngineering. Stofnandi þess fyrirtækis og forstjóri er Árni Björn Jónasson, faðir Rögnu Árnadóttur. AraEngineering sérhæfir sig í raforkuflutningskerfum og hefur nú þegar fengið yfir 170 milljónir á silfurfati frá Landsneti, skv. nýlegri frétt Kjarnans. Hundrað milljarða framkvæmdir eru stórveisla fyrir AraEngineering sem fær verkefnin frá Landsneti; án útboðs eða samkeppni. Horfum á hlutina eins og þeir eru. Er líklegt að íslensk pólitík í dag hafi hag almennings að leiðarljósi við dreifingu mögulegra skatttekna af sæstrengs-ævintýrinu? Ísland tilheyrir tíu tekjuhæstu þjóðum heims (GDP per capita) þrátt fyrir áföll. Hvar sjást þess merki þegar kemur að hagsmunum almennings – barna, stúdenta, verkafólks, vel menntaðs fólks, aldraðra, einstæðra, öryrkja, sjúklinga og almennt foreldra sem vinna myrkranna á milli? Hvar sjást þess merki í leikskólum, grunnskólum, háskólum, rannsóknum og nýsköpun? Hvað með löggæslu, persónu- og neytendavernd? Eða heilbrigðisþjónustu? Hvernig gengur annars að koma þaki yfir fjölskylduna, allt í góðu þar? Íslenskar orkuauðlindir standa í dag berskjaldaðar. Skæruliðar sérhagsmuna ryðja brautina með lagasmíð þar sem túlkun verður smekksatriði og rest afgreidd í dómsölum. Nú stefnir í að 100 milljarða fjárfestingu í flutningskerfum verði troðið með lagasetningu ofan í fólk. Það er enn ein ógn við þegar mikið laskaða íslenska velferð. Núverandi áætlanir um íturvaxið raforkuflutningskerfi eru tímaskekkja sem endurspeglar hugmyndafræði fortíðar um risavaxnar stofnbrautir, líkt og tíðkuðust í borgarskipulagi. Stálgrindarmöstur voru í eina tíð táknmynd stoltra iðnvæddra ríkja en eru í dag ímynd stöðnunar. Slík háspennumöstur eru í öllum gildandi áætlunum Landsnets, þó eru til betri lausnir fyrir framtíðina. Þær munu hinsvegar ekki birtast okkur, þar sem sérhagsmunir kæfa nýsköpun með stuðningi sjálfs nýsköpunarráðuneytisins. Það er ógn við íslenska náttúru og ferðamannaiðnað. Það er ennfremur aðför að nýsköpun. Andstætt Íslendingum – sem í dag byggja hús sem mygla og flækt flutningskerfi sem ryðga – byggja Danir á framsækinni nýsköpun í verkfræði og endurspegla þekkingu og færni sem lesa má í hverju handtaki. Hvernig Danir umgangast sitt land af virðingu með skipulagi, hönnun og útfærslum nýrrar tækniþekkingar í þágu samfélagsins, er aðdáunarvert. Línudans endurspeglar vilja fólksins. Landsnet þjónustar sérhagsmuni. Ráðuneytið þjónustar Landsnet. En fólk vill aðrar lausnir. Týndar skýrslur, áróður og yfirgangur í dómsölum eru ekki líkleg til sáttar. Að einstaklingar með beina hagsmuni af stórframkvæmdum meti áhrif þeirra á efnahag þjóðarinnar, er ekki merki um sátt – það er galið. Erlendis færist í vöxt að samfélög taki yfir flutningskerfin sín til að sporna við neikvæðri samfélagslegri þróun raforkumála. Erum við kannski komin þangað? Staðbundnar fíngerðar lausnir í sátt við náttúru og samfélag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg heimildarmynd um flutningskerfi raforku ber nafnið Línudans. Myndin er merki um djúpstæða ósátt um raforkukerfin. Lágur rafmagns- og upphitunarkostnaður hefur lengi verið lykilþáttur í íslensku velferðarsamfélagi og veitt okkur fríðindi sem aðrar þjóðir ekki hafa í sama mæli, s.s. sundlaugar, heita potta og hálkubræðandi gangstéttir. En nú eru blikur á lofti. Hagsmunaöfl á orkusviði eru að öðlast slík völd í samfélaginu að rökrétt er að ætla þessa tíma senn liðna. Sérmenntað fólk í lykilstöðum þiggur greiðslur og verkefni fyrir að ryðja hindrunum úr vegi í þágu sérhagsmunaafla. Sérfræðingarnir starfa undir merkjum lagabálka, sem þeir hanna, skrifa og túlka sjálfir eftir pöntuðum hagsmunum útvalinna. Kallast tengslanet, en eru sérhagsmunasamtök fárra, starfrækt á kostnað annarra; íslensks almennings. Engin merki eru um að þessum öflum verði veitt viðnám í bráð. Sæstrengur gæti orðið næsta ógn í röð ógna við íslenska velferð. Þungi áróðursins vex og aukin áhersla á meinta nauðsynlega lagasetningu sem ætlað er að tryggja raforkuflutning – og ryðja fyrirstöðunni (fólkinu) úr vegi – er áberandi. Sæstrengur ekki á dagskrá? Áætlanir orkufyrirtækja benda til annars. Hundrað milljarða uppbygging flutningskerfa raforku virðist hafa einn megintilgang; að tryggja fæðingu sæstrengs. Hnökralaus fæðing slíks ofurmannvirkis – lengsta og dýrasta sæstrengs heims – er grunnforsenda fjárfestingarinnar. Án hennar verður enginn sæstrengur. Hvort íslenskir eða erlendir aðilar greiði fyrir sæstreng skiptir líklegast ekki máli, íslenskur almenningur mun þurfa að greiða fyrir 100 milljarða flutningskerfi. Einhver mun þurfa að greiða fyrir 800 milljarða sæstreng. Orkuverð mun hækka. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar sæstrengs til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins mun orkuverð hækka um „fimm til tíu prósent“. Skoðum það; 100 milljarða flutningskerfi, lengsti sæstrengur heims, alger óvissa, verðlag orku í Evrópu og sveiflur íslenskrar krónu. Fráleitar getgátur. Verkefnisstjórn fjögurra einstaklinga skipa meðal annars Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets og nú starfsmaður AraEngineering. Stofnandi þess fyrirtækis og forstjóri er Árni Björn Jónasson, faðir Rögnu Árnadóttur. AraEngineering sérhæfir sig í raforkuflutningskerfum og hefur nú þegar fengið yfir 170 milljónir á silfurfati frá Landsneti, skv. nýlegri frétt Kjarnans. Hundrað milljarða framkvæmdir eru stórveisla fyrir AraEngineering sem fær verkefnin frá Landsneti; án útboðs eða samkeppni. Horfum á hlutina eins og þeir eru. Er líklegt að íslensk pólitík í dag hafi hag almennings að leiðarljósi við dreifingu mögulegra skatttekna af sæstrengs-ævintýrinu? Ísland tilheyrir tíu tekjuhæstu þjóðum heims (GDP per capita) þrátt fyrir áföll. Hvar sjást þess merki þegar kemur að hagsmunum almennings – barna, stúdenta, verkafólks, vel menntaðs fólks, aldraðra, einstæðra, öryrkja, sjúklinga og almennt foreldra sem vinna myrkranna á milli? Hvar sjást þess merki í leikskólum, grunnskólum, háskólum, rannsóknum og nýsköpun? Hvað með löggæslu, persónu- og neytendavernd? Eða heilbrigðisþjónustu? Hvernig gengur annars að koma þaki yfir fjölskylduna, allt í góðu þar? Íslenskar orkuauðlindir standa í dag berskjaldaðar. Skæruliðar sérhagsmuna ryðja brautina með lagasmíð þar sem túlkun verður smekksatriði og rest afgreidd í dómsölum. Nú stefnir í að 100 milljarða fjárfestingu í flutningskerfum verði troðið með lagasetningu ofan í fólk. Það er enn ein ógn við þegar mikið laskaða íslenska velferð. Núverandi áætlanir um íturvaxið raforkuflutningskerfi eru tímaskekkja sem endurspeglar hugmyndafræði fortíðar um risavaxnar stofnbrautir, líkt og tíðkuðust í borgarskipulagi. Stálgrindarmöstur voru í eina tíð táknmynd stoltra iðnvæddra ríkja en eru í dag ímynd stöðnunar. Slík háspennumöstur eru í öllum gildandi áætlunum Landsnets, þó eru til betri lausnir fyrir framtíðina. Þær munu hinsvegar ekki birtast okkur, þar sem sérhagsmunir kæfa nýsköpun með stuðningi sjálfs nýsköpunarráðuneytisins. Það er ógn við íslenska náttúru og ferðamannaiðnað. Það er ennfremur aðför að nýsköpun. Andstætt Íslendingum – sem í dag byggja hús sem mygla og flækt flutningskerfi sem ryðga – byggja Danir á framsækinni nýsköpun í verkfræði og endurspegla þekkingu og færni sem lesa má í hverju handtaki. Hvernig Danir umgangast sitt land af virðingu með skipulagi, hönnun og útfærslum nýrrar tækniþekkingar í þágu samfélagsins, er aðdáunarvert. Línudans endurspeglar vilja fólksins. Landsnet þjónustar sérhagsmuni. Ráðuneytið þjónustar Landsnet. En fólk vill aðrar lausnir. Týndar skýrslur, áróður og yfirgangur í dómsölum eru ekki líkleg til sáttar. Að einstaklingar með beina hagsmuni af stórframkvæmdum meti áhrif þeirra á efnahag þjóðarinnar, er ekki merki um sátt – það er galið. Erlendis færist í vöxt að samfélög taki yfir flutningskerfin sín til að sporna við neikvæðri samfélagslegri þróun raforkumála. Erum við kannski komin þangað? Staðbundnar fíngerðar lausnir í sátt við náttúru og samfélag?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun