Ætlar heilt maraþon ef hann nær að safna 300 þúsund: "Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 21:00 Þorvaldur segist síður en svo vera vanur hlaupari en ætlar ekki að skorast undan áskoruninni. Erlingur Erlingsson Þorvaldur Daníelsson skráði sig í gær í 10 kílómetra hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar hann sagði frá því á Facebook tilkynnti hann að ef áheitasöfnun hans færi yfir 100.000 krónur myndi hann breyta skráningu sinni og fara hálft maraþon, 21,2 kílómeter. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og náðist markmiðið á innan við sólahring. Hann ætlar ekki að skorast undan áskoruninni sem gæti orðið að heilu maraþoni. „Að sjálfsögðu, ég segi ekki svona og stend svo ekki við það. Ég skokka og labba bara,“ segir Þorvaldur kátur þegar blaðamaður hafði samband við hann. Þorvaldur segist síður en svo vera vanur hlaupari en hefur þó óskað eftir breytingu á skráningu sinni yfir í hálfmaraþon. „Ég er meira að segja með ónýt hné. Ég er meira að hjóla,“ segir Þorvaldur sem er stofnandi Hjólakrafts. „Ég hef stundum farið í WOW Cyclothon með hóp af krökkum, við vorum með 11 lið í ár.“Safnar fyrir stúlkur í NepalÞorvaldur safnar fyrir góðgerðarsamtökin Empower Nepali Girls – Íslandsdeild, sem styðja nú 280 stúlkur til náms. Á áheitasíðunni sinni segir hann: „Hún Guðrún Harpa Bjarnadóttir, vinkona mín, skaust til Nepal og það breytti lífi hennar. Með því að styðja við bakið á nepölskum stelpum er hægt að breyta lífi þeirra á svo ótrúlegan hátt og Guðrún Harpa hefur brunnið fyrir því að leggja þeim lið... ég vil leggja mitt á vogarskálar og ætla því að sultast eitthvað í þessu hlaupi - það verður ekki á neinum spennandi tíma en hverjum liggur á?“ Hann hefur lengst farið 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu svo hans bíður sannarlega krefjandi áskorun, hálfmaraþon eða jafnvel maraþon. Einn af vinum Þorvalds á Facebook spurði hvað þyrfti að borga honum fyrir að fara heilt maraþon á laugardag, 42,2 kílómetra. Þorvaldur var snöggur að svara því: „ekki mér - Empower Nepali Girls - myndi gera það fyrir 300.000.“ „Reykjavíkurmaraþonið er svo sniðug leið fyrir fólk til þess að safna áheitum fyrir góðgerðarfélög. Á sama tíma getur fólk líka, líkt og ég er að gera, sett eitthvað markmið og þá verður til einhver stemning sem ýtir við manni og einhverjum fleirum kannski. Maður getur notað þetta pepp til þess að fara framúr sjálfum sér, maður getur alltaf miklu meira en maður heldur.“Eins og sjá má skráði Þorvaldur sig upprunalega í 10 km hlaupEfast ekki í eina mínútu Þorvaldur segir að öll þessi góðgerðarfélög sem er verið að safna fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu séu að vinna gott starf. „Á bakvið þessi félög er svo líka fólk sem er að heyja allskonar baráttur sem það hefur jafnvel ekki kosið sér sjálft. Það er því sjálfsagt mál að nota tækifærið og leggja því við.“ Þegar þetta er skrifað var áheitasöfnun Þorvaldar komin í 110.000 krónur. „Ég efast ekki um það í eina mínútu að ég fari þennan 21 kílómeter,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um það hvort hann fari í heilt maraþon ef áheitasöfnunin fer í 300.000 svarar hann einfaldlega: „Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég.“Hér má finna áheitasíðu Þorvaldar. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: „Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Þorvaldur Daníelsson skráði sig í gær í 10 kílómetra hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar hann sagði frá því á Facebook tilkynnti hann að ef áheitasöfnun hans færi yfir 100.000 krónur myndi hann breyta skráningu sinni og fara hálft maraþon, 21,2 kílómeter. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og náðist markmiðið á innan við sólahring. Hann ætlar ekki að skorast undan áskoruninni sem gæti orðið að heilu maraþoni. „Að sjálfsögðu, ég segi ekki svona og stend svo ekki við það. Ég skokka og labba bara,“ segir Þorvaldur kátur þegar blaðamaður hafði samband við hann. Þorvaldur segist síður en svo vera vanur hlaupari en hefur þó óskað eftir breytingu á skráningu sinni yfir í hálfmaraþon. „Ég er meira að segja með ónýt hné. Ég er meira að hjóla,“ segir Þorvaldur sem er stofnandi Hjólakrafts. „Ég hef stundum farið í WOW Cyclothon með hóp af krökkum, við vorum með 11 lið í ár.“Safnar fyrir stúlkur í NepalÞorvaldur safnar fyrir góðgerðarsamtökin Empower Nepali Girls – Íslandsdeild, sem styðja nú 280 stúlkur til náms. Á áheitasíðunni sinni segir hann: „Hún Guðrún Harpa Bjarnadóttir, vinkona mín, skaust til Nepal og það breytti lífi hennar. Með því að styðja við bakið á nepölskum stelpum er hægt að breyta lífi þeirra á svo ótrúlegan hátt og Guðrún Harpa hefur brunnið fyrir því að leggja þeim lið... ég vil leggja mitt á vogarskálar og ætla því að sultast eitthvað í þessu hlaupi - það verður ekki á neinum spennandi tíma en hverjum liggur á?“ Hann hefur lengst farið 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu svo hans bíður sannarlega krefjandi áskorun, hálfmaraþon eða jafnvel maraþon. Einn af vinum Þorvalds á Facebook spurði hvað þyrfti að borga honum fyrir að fara heilt maraþon á laugardag, 42,2 kílómetra. Þorvaldur var snöggur að svara því: „ekki mér - Empower Nepali Girls - myndi gera það fyrir 300.000.“ „Reykjavíkurmaraþonið er svo sniðug leið fyrir fólk til þess að safna áheitum fyrir góðgerðarfélög. Á sama tíma getur fólk líka, líkt og ég er að gera, sett eitthvað markmið og þá verður til einhver stemning sem ýtir við manni og einhverjum fleirum kannski. Maður getur notað þetta pepp til þess að fara framúr sjálfum sér, maður getur alltaf miklu meira en maður heldur.“Eins og sjá má skráði Þorvaldur sig upprunalega í 10 km hlaupEfast ekki í eina mínútu Þorvaldur segir að öll þessi góðgerðarfélög sem er verið að safna fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu séu að vinna gott starf. „Á bakvið þessi félög er svo líka fólk sem er að heyja allskonar baráttur sem það hefur jafnvel ekki kosið sér sjálft. Það er því sjálfsagt mál að nota tækifærið og leggja því við.“ Þegar þetta er skrifað var áheitasöfnun Þorvaldar komin í 110.000 krónur. „Ég efast ekki um það í eina mínútu að ég fari þennan 21 kílómeter,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um það hvort hann fari í heilt maraþon ef áheitasöfnunin fer í 300.000 svarar hann einfaldlega: „Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég.“Hér má finna áheitasíðu Þorvaldar.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: „Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: „Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent