Barcelona hefur eytt meiri pening í leikmenn en Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 17:15 Lionel Messi í síðasta leik Barcelona á móti Real Madrid. Vísir/Getty Real Madrid hefur lengi verið í nokkrum sérflokki á Spáni þegar kemur að því að eyða stórum upphæðum í nýja leikmenn. Nú er hinsvegar orðin breyting á því. Félag eins og Barcelona hefur lengi framleitt hverja stjörnuna á fætur annarri í knattspyrnuakademíu sinni og þá hafa önnur félög grætt mikinn pening á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan seinna fyrir miklu meiri pening. Real Madrid hefur á sama tíma slegið metið nokkrum sinnum yfir dýrasta knattspyrnumann heims og á Santiago Bernabeu hafa menn alltaf verið tilbúnir að eyða stórum upphæðum í bestu knattspyrnumenn heimsins. Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum á sama tíma og Barcelona hefur „bara“ unnið hana einu sinni. Í vor varð Real Madrid ennfremur fyrsta félagið til að vinna Meistaradeildina tvö ár í röð. Það kemur því nokkuð á óvart að Barcelona hefur eytt meiri peningum í nýja leikmenn en Real Madrid frá sumrinu 2013. Barcelona er ofar en Real í eyðslu þrátt fyrir að Börsungar séu ekki enn byrjaðir að eyða þeim 200 milljónum punda sem þeir fengu fyrir Brasilíumanninn Neymar. Það fylgir reyndar sögunni að Real Madrid er líka að eyða stórum upphæðum í nýja leikmenn en aðalbreytingin er kannski hversu miklu meiri peningur hefur farið í nýja leikmenn hjá Barcelona á síðustu árum en þegar næstum því allir leikmenn liðsins komu upp í gegnum unglingastarfið. Á undanförnum fjórum árum hefur Barcelona eytt 4 milljónum evra meira í nýja leikmenn en Real Madrid. Sú upphæð gæti síðan hækkað um meira en hundrað milljónir evra kaupi Barcelona annaðhvort Ousmane Dembele eða Philippe Coutinho áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok mánaðarins. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Real Madrid hefur lengi verið í nokkrum sérflokki á Spáni þegar kemur að því að eyða stórum upphæðum í nýja leikmenn. Nú er hinsvegar orðin breyting á því. Félag eins og Barcelona hefur lengi framleitt hverja stjörnuna á fætur annarri í knattspyrnuakademíu sinni og þá hafa önnur félög grætt mikinn pening á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan seinna fyrir miklu meiri pening. Real Madrid hefur á sama tíma slegið metið nokkrum sinnum yfir dýrasta knattspyrnumann heims og á Santiago Bernabeu hafa menn alltaf verið tilbúnir að eyða stórum upphæðum í bestu knattspyrnumenn heimsins. Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum á sama tíma og Barcelona hefur „bara“ unnið hana einu sinni. Í vor varð Real Madrid ennfremur fyrsta félagið til að vinna Meistaradeildina tvö ár í röð. Það kemur því nokkuð á óvart að Barcelona hefur eytt meiri peningum í nýja leikmenn en Real Madrid frá sumrinu 2013. Barcelona er ofar en Real í eyðslu þrátt fyrir að Börsungar séu ekki enn byrjaðir að eyða þeim 200 milljónum punda sem þeir fengu fyrir Brasilíumanninn Neymar. Það fylgir reyndar sögunni að Real Madrid er líka að eyða stórum upphæðum í nýja leikmenn en aðalbreytingin er kannski hversu miklu meiri peningur hefur farið í nýja leikmenn hjá Barcelona á síðustu árum en þegar næstum því allir leikmenn liðsins komu upp í gegnum unglingastarfið. Á undanförnum fjórum árum hefur Barcelona eytt 4 milljónum evra meira í nýja leikmenn en Real Madrid. Sú upphæð gæti síðan hækkað um meira en hundrað milljónir evra kaupi Barcelona annaðhvort Ousmane Dembele eða Philippe Coutinho áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok mánaðarins.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira