Mikill fjöldi ferðamanna leggur með fram veginum til að forðast gjaldskyld stæði við Seljalandsfoss Ingvar Þór Björnsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:56 Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Helgi Helgason Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00
Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16