Mikill fjöldi ferðamanna leggur með fram veginum til að forðast gjaldskyld stæði við Seljalandsfoss Ingvar Þór Björnsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:56 Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Helgi Helgason Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00
Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent