Hanna greindist 41 árs með Parkinson: „Ég læt ekkert stöðva mig“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 10:00 Hanna Vilhjálmsdóttir var greind með Parkinsonsjúkdóminn fyrir tveimur árum Úr einkasafni Hanna Vilhjálmsdóttir var aðeins 41 árs gömul þegar hún var greind með Parkinsonsjúkdóminn. Hún lætur ekkert stöðva sig og hleypur til styrktar Parkinsonsamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi, tveimur árum eftir greiningu. Hanna, sem er tveggja barna móðir, stundar köfun og tekur þátt í björgunarstörfum hjá Landsbjörgu. Hanna var greind með Parkinsonsjúkdóminn í ágúst árið 2015. Læknar sem fóru yfir hennar sjúkrasögu telja að hún hafi verið með einkenni sjúkdómsins í fjögur ár án þess að átta sig á ástæðunni. „Eftir því sem ég best veit er þetta ekki mjög algengt, eitthvað í kringum 10 prósent greinast svona ungir,“ segir Hanna í samtali við Vísi. „Sjúkdómurinn var farinn að hafa mikil áhrif á mitt daglega líf áður en ég greinist, mína hreyfigetu og líkamlega heilsu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri Parkinson, ég hélt að þetta væri tengt klemmdri taug í baki. Mig grunaði aldrei að ég væri með þennan sjúkdóm.“ Eftir greininguna komst Hanna fljótt inn í gott teymi á Landsspítalanum og tókst að draga mikið úr hennar einkennum með aðstoð lyfjagjafar. „Lyfin hafa breytt heilmiklu fyrir mig. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig þar sem á þessum tíma var það augljóst að ég væri með þennan sjúkdóm, frá því að ég leita á Landspítalann liðu tvær vikur þangað til ég var komin með greiningu.“Hanna við Köfun.Hanna VilhjálmsdóttirLífið heldur áframHanna er mjög spennt fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en hún hleypur þar þrjá kílómetra. Á síðasta ári tók Hanna líka þátt og hljóp með dóttur sinni og safnaði þá einnig áheitum fyrir Parkinsonsamtökin.Mér fannst þetta alveg frábært. Maður er að leggja sitt af mörkum og að sýna að það er hægt að taka þátt í lífinu þó að maður greinist með þennan sjúkdóm. Lífið heldur áfram. Hanna segir að Parkinsonsamtökin vinni mjög gott starf og séu mikilvægt stuðningsnet fyrir þá sem eru greindir með sjúkdóminn. Þau vita miklu meira en maður sjálfur þegar maður greinist. „Ég vildi láta gott af mér leiða og gefa til baka fyrir allt sem var gert fyrir mig. Samtökin styðja svo vel við bakið á okkur sem erum með þennan sjúkdóm og einnig aðstandendur. Ég er í svokölluðum unglingahóp sem samtökin stofnuðu fyrir okkur sem erum í yngri kantinum og það hefur eflt okkur í að lifa með þessum sjúkdómi.“Nýtur þess að vera í sjónumSkömmu áður en Hanna fékk greininguna byrjaði hún að stunda köfun og er hún virkur félagi í Sportkafarafélagi Íslands í dag. „Ég var fertug þegar ég byrjaði. Ég er núna bæði í fríköfun og sportköfun og nýt þess að vera í sjónum.“ Í sportköfun er kafað með súrefnistank og annan búnað. Í fríköfun er kafað án nokkurs búnaðar og aðeins kafað í stuttan tíma í einu. „Þú æfir þannig andardrátt og slökun en ert aldrei niðri í nema eina til eina og hálfa mínútu, það fer eftir því í hversu góðu formi maður er,“ útskýrir Hanna. Hún var áður mikil útivistarkona og hefur verið í björgunarsveit Landsbjargar í rúm sex ár og er núna í svæðisstjórn. Hanna er með réttindi sem leitar- og björgunarkafari. „Daglegu áhrif sjúkdómsins eru þau að þó ég geti lifað sem eðlilegustu lífi þá þreytist ég fyrr og ákveðnar takmarkanir sem ég þarf að setja mér með heilsuna til hliðsjónar. Ég er samt kafari og er í björgunarsveit, svo finnst mér líka gaman að ferðast. Ég læt þennan sjúkdóm ekki stjórna mínu lífi en hann hefur samt áhrif á mitt líf.“ Hanna segir að sjúkdómsgreiningin hafi breytt hennar viðhorfi til lífsins. „Ég lifi lífinu en ég fresta engu. Ég geri það sem mig langar því að maður veit aldrei hvað gerist á morgun eða eftir ár. Þessi sjúkdómur er einstaklingsbundinn og því veit ég ekki hvernig ég verð eftir 10 ár, kannski verð ég alveg eins en kannski verð ég mun verri. Ég nýt því lífsins bara.“Hér má finna áheitasíðu Hönnu. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Hanna Vilhjálmsdóttir var aðeins 41 árs gömul þegar hún var greind með Parkinsonsjúkdóminn. Hún lætur ekkert stöðva sig og hleypur til styrktar Parkinsonsamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi, tveimur árum eftir greiningu. Hanna, sem er tveggja barna móðir, stundar köfun og tekur þátt í björgunarstörfum hjá Landsbjörgu. Hanna var greind með Parkinsonsjúkdóminn í ágúst árið 2015. Læknar sem fóru yfir hennar sjúkrasögu telja að hún hafi verið með einkenni sjúkdómsins í fjögur ár án þess að átta sig á ástæðunni. „Eftir því sem ég best veit er þetta ekki mjög algengt, eitthvað í kringum 10 prósent greinast svona ungir,“ segir Hanna í samtali við Vísi. „Sjúkdómurinn var farinn að hafa mikil áhrif á mitt daglega líf áður en ég greinist, mína hreyfigetu og líkamlega heilsu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri Parkinson, ég hélt að þetta væri tengt klemmdri taug í baki. Mig grunaði aldrei að ég væri með þennan sjúkdóm.“ Eftir greininguna komst Hanna fljótt inn í gott teymi á Landsspítalanum og tókst að draga mikið úr hennar einkennum með aðstoð lyfjagjafar. „Lyfin hafa breytt heilmiklu fyrir mig. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig þar sem á þessum tíma var það augljóst að ég væri með þennan sjúkdóm, frá því að ég leita á Landspítalann liðu tvær vikur þangað til ég var komin með greiningu.“Hanna við Köfun.Hanna VilhjálmsdóttirLífið heldur áframHanna er mjög spennt fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en hún hleypur þar þrjá kílómetra. Á síðasta ári tók Hanna líka þátt og hljóp með dóttur sinni og safnaði þá einnig áheitum fyrir Parkinsonsamtökin.Mér fannst þetta alveg frábært. Maður er að leggja sitt af mörkum og að sýna að það er hægt að taka þátt í lífinu þó að maður greinist með þennan sjúkdóm. Lífið heldur áfram. Hanna segir að Parkinsonsamtökin vinni mjög gott starf og séu mikilvægt stuðningsnet fyrir þá sem eru greindir með sjúkdóminn. Þau vita miklu meira en maður sjálfur þegar maður greinist. „Ég vildi láta gott af mér leiða og gefa til baka fyrir allt sem var gert fyrir mig. Samtökin styðja svo vel við bakið á okkur sem erum með þennan sjúkdóm og einnig aðstandendur. Ég er í svokölluðum unglingahóp sem samtökin stofnuðu fyrir okkur sem erum í yngri kantinum og það hefur eflt okkur í að lifa með þessum sjúkdómi.“Nýtur þess að vera í sjónumSkömmu áður en Hanna fékk greininguna byrjaði hún að stunda köfun og er hún virkur félagi í Sportkafarafélagi Íslands í dag. „Ég var fertug þegar ég byrjaði. Ég er núna bæði í fríköfun og sportköfun og nýt þess að vera í sjónum.“ Í sportköfun er kafað með súrefnistank og annan búnað. Í fríköfun er kafað án nokkurs búnaðar og aðeins kafað í stuttan tíma í einu. „Þú æfir þannig andardrátt og slökun en ert aldrei niðri í nema eina til eina og hálfa mínútu, það fer eftir því í hversu góðu formi maður er,“ útskýrir Hanna. Hún var áður mikil útivistarkona og hefur verið í björgunarsveit Landsbjargar í rúm sex ár og er núna í svæðisstjórn. Hanna er með réttindi sem leitar- og björgunarkafari. „Daglegu áhrif sjúkdómsins eru þau að þó ég geti lifað sem eðlilegustu lífi þá þreytist ég fyrr og ákveðnar takmarkanir sem ég þarf að setja mér með heilsuna til hliðsjónar. Ég er samt kafari og er í björgunarsveit, svo finnst mér líka gaman að ferðast. Ég læt þennan sjúkdóm ekki stjórna mínu lífi en hann hefur samt áhrif á mitt líf.“ Hanna segir að sjúkdómsgreiningin hafi breytt hennar viðhorfi til lífsins. „Ég lifi lífinu en ég fresta engu. Ég geri það sem mig langar því að maður veit aldrei hvað gerist á morgun eða eftir ár. Þessi sjúkdómur er einstaklingsbundinn og því veit ég ekki hvernig ég verð eftir 10 ár, kannski verð ég alveg eins en kannski verð ég mun verri. Ég nýt því lífsins bara.“Hér má finna áheitasíðu Hönnu.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda