Kólumkilli eða sveppasúpa Kári Stefánsson skrifar 5. september 2017 07:00 Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. Það hafði lítil áhrif á trú manna á tilvist látinna á meðal þeirra að það var ekki hægt að sanna hana með vísindalegum aðferðum, enda ljóst að allir draugar með einhverja sjálfsvirðingu hyrfu af vettvangi ef farið væri að beina að þeim mælitækjum. Svona var íslensk þjóð, staðföst og lét ekki vísindalegar aðferðir byrgja sér sýn á það sem er dularfullt og spennandi. Hvernig skyldi þetta svo vera í dag á okkar farsælda Fróni? Draugarnir búa ekki með okkur lengur, þeir eru fluttir eitthvað annað. Þeir síðustu pökkuðu saman draslinu sínu og fóru þegar Google fór að segja okkur að trúin á þá væri hjátrú sem ekki væri sæmandi menntaðri þjóð. En það breytir því ekki að þjóðin er enn staðföst í trú sinni á ýmislegt dularfullt og spennandi sem ekki hefur verið sannað með aðferðum vísindanna. Klárasta dæmið um þessa staðfestu upp á síðkastið er trúin á heilsuspillandi áhrif myglusveppa í húsum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Þrátt fyrir það velkist íslensk þjóð ekki í vafa um áhrif myglusveppa á heilsu og má sjá merki þess víða í samfélaginu. Til dæmis ef ekið er austur Sæbrautina blasir við risastórt hús, autt, þar sem einu sinni var banki sem var ýmist fallítt eða ekki. Húsið var rýmt af því að margir starfsmenn bankans urðu lasnir og sumir bráðlasnir af völdum myglusvepps, sem læknisfræðin veit ekki enn hvort vegur að heilsu fólks eða ekki. Þetta hús er svo stórt að ef það hefði verið rýmt áður en draugarnir hurfu annað hefðu þeir allir rúmast þar, getað flutt þangað vegna þess að mér finnst líklegt að draugar séu ónæmir fyrir myglusveppum. Svo er það hús Orkuveitunnar og þúsundir annarra húsa víðsvegar um landið og okkur er sagt að tjónið af völdum myglusvepps á Íslandi nemi tugum miljarða. Þetta byrjaði á því að inn í hús nokkur kom ung kona í kafarabúningi (ghost buster) og fann myglusveppi grimmilega sem hún lagði á mjaðmahnykk. Síðan þá hefur baráttan við myglusveppinn orðið mjög stór iðnaður á Íslandi og engin atvinnugrein vaxið meira í landinu nema ferðaþjónustan. Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. Það hafði lítil áhrif á trú manna á tilvist látinna á meðal þeirra að það var ekki hægt að sanna hana með vísindalegum aðferðum, enda ljóst að allir draugar með einhverja sjálfsvirðingu hyrfu af vettvangi ef farið væri að beina að þeim mælitækjum. Svona var íslensk þjóð, staðföst og lét ekki vísindalegar aðferðir byrgja sér sýn á það sem er dularfullt og spennandi. Hvernig skyldi þetta svo vera í dag á okkar farsælda Fróni? Draugarnir búa ekki með okkur lengur, þeir eru fluttir eitthvað annað. Þeir síðustu pökkuðu saman draslinu sínu og fóru þegar Google fór að segja okkur að trúin á þá væri hjátrú sem ekki væri sæmandi menntaðri þjóð. En það breytir því ekki að þjóðin er enn staðföst í trú sinni á ýmislegt dularfullt og spennandi sem ekki hefur verið sannað með aðferðum vísindanna. Klárasta dæmið um þessa staðfestu upp á síðkastið er trúin á heilsuspillandi áhrif myglusveppa í húsum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Þrátt fyrir það velkist íslensk þjóð ekki í vafa um áhrif myglusveppa á heilsu og má sjá merki þess víða í samfélaginu. Til dæmis ef ekið er austur Sæbrautina blasir við risastórt hús, autt, þar sem einu sinni var banki sem var ýmist fallítt eða ekki. Húsið var rýmt af því að margir starfsmenn bankans urðu lasnir og sumir bráðlasnir af völdum myglusvepps, sem læknisfræðin veit ekki enn hvort vegur að heilsu fólks eða ekki. Þetta hús er svo stórt að ef það hefði verið rýmt áður en draugarnir hurfu annað hefðu þeir allir rúmast þar, getað flutt þangað vegna þess að mér finnst líklegt að draugar séu ónæmir fyrir myglusveppum. Svo er það hús Orkuveitunnar og þúsundir annarra húsa víðsvegar um landið og okkur er sagt að tjónið af völdum myglusvepps á Íslandi nemi tugum miljarða. Þetta byrjaði á því að inn í hús nokkur kom ung kona í kafarabúningi (ghost buster) og fann myglusveppi grimmilega sem hún lagði á mjaðmahnykk. Síðan þá hefur baráttan við myglusveppinn orðið mjög stór iðnaður á Íslandi og engin atvinnugrein vaxið meira í landinu nema ferðaþjónustan. Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun