Hefur áhyggjur af því hversu létt það var fyrir samstarfsflokkana að hlaupast undan ábyrgð Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 09:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálfstæðisflokksins, í stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann beinir orðum sínum að samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Bjartri framtíð. Í stöðuuppfærslunni segir Jón ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið ágætlega og oft hafi þurft að gera málamiðlanir til að láta það ganga upp. „Og þannig höfum við Sjálfstæðismenn á þingi farið út fyrir þægindarammann í nokkrum málum sem samstarfsflokkar okkar hafa lagt áherslu á. Allt í þágu þess að viðhalda stöðugleika í landinu þar sem mikilvægt er að ekki sé pólitísk óvissa,“ skrifar Jón. Hann segir ríkar ábyrgðarskyldur á þingmönnum sem Sjálfstæðismenn hafa ekki vikist undan. „Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi. Fjárlög eru til afgreiðslu í þinginu, mjög mikilvægir kjarasamningar eru á dagskrá, málefni sauðfjárbænda í miklu uppnámi, miklir erfiðleikar hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum, uppbygging atvinnulífs víða á landsbyggðinni í tengslum við laxeldi í óvissu og svo má lengi telja,“ skrifar Jón og bendir á að við þessar aðstæður hafi Viðreisn og Björt framtíð ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Jón bendir á að kosningabarátta sé fyrir höndum með tilheyrandi kostnaði sem gæti hlaupið á milljörðum króna ef allt er talið með. Að hans mati er það slæm meðhöndlun á almannafé. „Ég hef fundað með Sjálfstæðismönnum í mínu kjördæmi um helgina og heyrt í fjölda félaga okkar um allt land. Sjálfstæðismenn munu axla sína ábyrð af festu og heiðarleika. Um allt land eru félagar okkar strax farin að undirbúa vinnuna, sterk grasrót sem af hugsjón hliðrar til í sínum daglegu verkum til að geta lagt hönd á plóg. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessari sterku sveit kvenna og manna. Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn verður enn og aftur sú kjölfesta í Íslenskri pólitík sem nauðsynleg er fyrir land og þjóð.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálfstæðisflokksins, í stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann beinir orðum sínum að samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Bjartri framtíð. Í stöðuuppfærslunni segir Jón ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið ágætlega og oft hafi þurft að gera málamiðlanir til að láta það ganga upp. „Og þannig höfum við Sjálfstæðismenn á þingi farið út fyrir þægindarammann í nokkrum málum sem samstarfsflokkar okkar hafa lagt áherslu á. Allt í þágu þess að viðhalda stöðugleika í landinu þar sem mikilvægt er að ekki sé pólitísk óvissa,“ skrifar Jón. Hann segir ríkar ábyrgðarskyldur á þingmönnum sem Sjálfstæðismenn hafa ekki vikist undan. „Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi. Fjárlög eru til afgreiðslu í þinginu, mjög mikilvægir kjarasamningar eru á dagskrá, málefni sauðfjárbænda í miklu uppnámi, miklir erfiðleikar hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum, uppbygging atvinnulífs víða á landsbyggðinni í tengslum við laxeldi í óvissu og svo má lengi telja,“ skrifar Jón og bendir á að við þessar aðstæður hafi Viðreisn og Björt framtíð ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Jón bendir á að kosningabarátta sé fyrir höndum með tilheyrandi kostnaði sem gæti hlaupið á milljörðum króna ef allt er talið með. Að hans mati er það slæm meðhöndlun á almannafé. „Ég hef fundað með Sjálfstæðismönnum í mínu kjördæmi um helgina og heyrt í fjölda félaga okkar um allt land. Sjálfstæðismenn munu axla sína ábyrð af festu og heiðarleika. Um allt land eru félagar okkar strax farin að undirbúa vinnuna, sterk grasrót sem af hugsjón hliðrar til í sínum daglegu verkum til að geta lagt hönd á plóg. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessari sterku sveit kvenna og manna. Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn verður enn og aftur sú kjölfesta í Íslenskri pólitík sem nauðsynleg er fyrir land og þjóð.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56