Mourinho og Conte segja ensku úrvalsdeildina of sterka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Jose Mourinho og Antonio Conte Vísir/getty Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlægja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira
Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlægja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira
Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00