Kornakur í fjallasal Hornafjarðar skilar 50 prósent meiri uppskeru Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2017 09:33 Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn. Hornafjörður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn.
Hornafjörður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira