Ráðherra vill blátt bann við urðun lífræns úrgangs Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2017 06:00 Jarðgerðarstöðin Molta á Akureyri breytir lífrænum úrgangi í jarðveg. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra leggst gegn því að Stekkjarvík fái undanþágu frá starfsleyfi sínu til að urða meira magn. Stefnan sé að leggja blátt bann við urðun lífræns úrgangs. „Ég tel það ekki þjóna neinum hagsmunum að undanþága verði veitt frá gildandi starfsleyfi,“ segir Björt. „Það leysir ekki þann vanda sem við er að etja því ljóst er að sama vandamál mun koma upp aftur næsta haust ef fram heldur sem horfir.“ Björt segir vinnu hafa verið í gangi við að banna urðun lífræns úrgangs. „Mun umhverfisvænna er að nýta þennan lífræna úrgang til þarfari verka, svo sem í moltugerð eða framleiðslu á lífdísil. Í rauninni eru möguleikarnir margir og betri fyrir náttúruna en urðun.“Björt ÓlafsdóttirFréttablaðið greindi frá því í gær að urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós myndi á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega og ljóst er að farið verður yfir þá tölu fyrr en seinna. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, sagði tvær meginskýringar vera á því að kvótinn sem fengist árlega væri að klárast. Sláturúrgangur væri mikill en einnig hentu íbúar meira sorpi nú en áður. Í markmiðum landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs kemur fram að stórlega eigi að draga úr urðun lífræns úrgangs á næstu árum. Jarðgerðarstöðin Molta í Eyjafirði tekur á móti lífrænum úrgangi og í fyrra tók hún samtals við rúmum átta þúsund tonnum til moltugerðar. Úr því eru framleidd um fjögur þúsund tonn af næringarríkum jarðvegi sem hefur nýst vel til landgræðslu sem bæði bændur og fyrirtæki hafa nýtt sér. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra leggst gegn því að Stekkjarvík fái undanþágu frá starfsleyfi sínu til að urða meira magn. Stefnan sé að leggja blátt bann við urðun lífræns úrgangs. „Ég tel það ekki þjóna neinum hagsmunum að undanþága verði veitt frá gildandi starfsleyfi,“ segir Björt. „Það leysir ekki þann vanda sem við er að etja því ljóst er að sama vandamál mun koma upp aftur næsta haust ef fram heldur sem horfir.“ Björt segir vinnu hafa verið í gangi við að banna urðun lífræns úrgangs. „Mun umhverfisvænna er að nýta þennan lífræna úrgang til þarfari verka, svo sem í moltugerð eða framleiðslu á lífdísil. Í rauninni eru möguleikarnir margir og betri fyrir náttúruna en urðun.“Björt ÓlafsdóttirFréttablaðið greindi frá því í gær að urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós myndi á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega og ljóst er að farið verður yfir þá tölu fyrr en seinna. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, sagði tvær meginskýringar vera á því að kvótinn sem fengist árlega væri að klárast. Sláturúrgangur væri mikill en einnig hentu íbúar meira sorpi nú en áður. Í markmiðum landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs kemur fram að stórlega eigi að draga úr urðun lífræns úrgangs á næstu árum. Jarðgerðarstöðin Molta í Eyjafirði tekur á móti lífrænum úrgangi og í fyrra tók hún samtals við rúmum átta þúsund tonnum til moltugerðar. Úr því eru framleidd um fjögur þúsund tonn af næringarríkum jarðvegi sem hefur nýst vel til landgræðslu sem bæði bændur og fyrirtæki hafa nýtt sér.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira