Þúsundir börðust um 4300 miða á Kósóvóleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 09:45 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar tóku Úkraínumenn 2-0 á Laugardalsvelli á dögunum. Gylfi Þór fékk gult spjald í leiknum og er á hættusvæði fyrir Tyrklandsleikinn 6. október. Vísir/Anton Brink Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Færri munu komast að en vilja þegar strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu taka á móti Kósóvó í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Spilað verður á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 9. október og setið verður í hverju sæti. Þremur dögum fyrr mæta okkar menn Tyrkjum í lykilleik ytra í leik sem má ekki tapast svo staða okkar manna verði sem best þegar Kósóvómenn mæta til Íslands. Stuðningsmenn gestanna verða af skornum skammti en knattspyrnusamband landsins nýtti sér ekki þá miða sem það átti rétt á. Svo til öll 9800 sætin á Laugardalsvelli verða því skipuð stuðningsmönnum Íslands. Miðasala á Kósóvóleikinn fór fram þriðjudaginn 12. september. Hófst hún á midi.is klukkan 12 og er óhætt að segja að færri hafi fengið miða en vildu. Þeir sem náðu ekki inn á slaginu 12, og þá erum við að tala um sekúnduspursmál, fengu ekki miða. Margir þurfa að sætta sig við að horfa á leikinn heima í stofu sem hefur reyndar verið tilfellið undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á hvern landsleikinn á fætur öðrum á Laugardalsvelli. Vísir sendi KSÍ fyrirspurn um hve margir miðar voru eftir þegar miðasalan fór í gang þann 12. september vegna þess hversu fáum tókst að tryggja sér miða þann dag. Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Vísir Í svari frá framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz segir að rétt tæplega 2000 miðar hafi verið seldir almenningi á alla heimaleikina áður en undankeppnin hófst. Styrktaraðilar KSÍ fá að kaupa 1500-2000 miða fyrirfram. Þá eru 1500 miðar til viðbótar teknir frá fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA), handhafa A-skírteinis hjá KSÍ, fjölmiðlafólk, fatlaða, starfsmenn leiksins (vallarstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, börubera) auk þess sem leikmenn og starfsmenn landsliðsins fá að kaupa miða. Þá eru sæti tekin frá fyrir lukkukrakkana sem leiða leikmenn inn á völlinn en samkvæmt heimildum Vísis er í flestum tilfellum um að ræða börn sem eiga foreldra sem starfa hjá styrktaraðilum KSÍ s.s. Icelandair, Borgun eða Landsbankanum. Eftir voru því um 4300 miðar og munaði þar um 700 miða sem Kósóvómenn höfðu rétt á en nýttu sér ekki. Annars hefðu verið 3600 miðar eftir. Fróðlegt hefði verið að sjá hve margir hefðu keypt sér miða á leikinn hefðu fleiri verið í boði. Vallarmetið á Laugardalsvelli er 20.204 en sá fjöldi var mættur á æfingaleik Íslands og Ítalíu sumarið 2004. Næstflestir mættu á leik Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, 18.194 áhorfendur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira