Ertu til í að vinna sex vikur á ári fyrir krónuna? Benedikt Jóhannesson skrifar 6. október 2017 07:00 Þjóðin og krónan hafa fylgst að í gegnum þykkt um þunnt. Krónuvinir telja hana öllum miðlum betri – sannkallaðan vin í raun. En hún er sjaldan vinur allra á sama tíma heldur sveiflast hún eins og strá í vindi. Allir gjaldmiðlar sveiflast innbyrðis, þó að víðast séu sveiflurnar miklu minni en hjá krónunni. Er hún þá verri en aðrar myntir? Svarið er já og skýringin felst í því að smæðarinnar vegna er vaxtakostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Það veldur því að ungt fólk á erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið. Berum saman ástandið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Meðal Íslendingurinn gæti tekið sér frí tæplega 40 daga á ári og verið jafn vel settur og nú, ef hér væru svipaðir vextir og þar. Þetta eru 5-6 vikur sem við vinnum aukalega vegna vaxtabyrðarinnar af krónunni. Með öðrum orðum gætum við lengt orlofið um helming með sama vaxtaumhverfi og annars staðar á Norðurlöndum. Skattafrídagurinn er haldinn hátíðlegur á vorin af þeim sem horfa á hve stóran hluta af launum við borgum til samfélagsins. Við getum líka horft á krónufrídaginn. Miðað við núverandi vexti gætum við tekið okkur frí frá áramótum til 8. febrúar. Eftir það vinnum við fyrir okkur sjálf. Frá því að Viðreisn komst í ríkisstjórn hafa vextir lækkað um 0,75 prósentustig. Þetta þýðir að við höfum létt af almenningi heilli viku í vaxtaþjónkun og fært krónufrídaginn fram sem því nemur. Með áframhaldandi ábyrgri hagstjórn, myntráði og gengisfestu getum við lækkað vexti enn meira. Hættum að vinna fyrir krónuna og vinnum fyrir okkur sjálf. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þjóðin og krónan hafa fylgst að í gegnum þykkt um þunnt. Krónuvinir telja hana öllum miðlum betri – sannkallaðan vin í raun. En hún er sjaldan vinur allra á sama tíma heldur sveiflast hún eins og strá í vindi. Allir gjaldmiðlar sveiflast innbyrðis, þó að víðast séu sveiflurnar miklu minni en hjá krónunni. Er hún þá verri en aðrar myntir? Svarið er já og skýringin felst í því að smæðarinnar vegna er vaxtakostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Það veldur því að ungt fólk á erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið. Berum saman ástandið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Meðal Íslendingurinn gæti tekið sér frí tæplega 40 daga á ári og verið jafn vel settur og nú, ef hér væru svipaðir vextir og þar. Þetta eru 5-6 vikur sem við vinnum aukalega vegna vaxtabyrðarinnar af krónunni. Með öðrum orðum gætum við lengt orlofið um helming með sama vaxtaumhverfi og annars staðar á Norðurlöndum. Skattafrídagurinn er haldinn hátíðlegur á vorin af þeim sem horfa á hve stóran hluta af launum við borgum til samfélagsins. Við getum líka horft á krónufrídaginn. Miðað við núverandi vexti gætum við tekið okkur frí frá áramótum til 8. febrúar. Eftir það vinnum við fyrir okkur sjálf. Frá því að Viðreisn komst í ríkisstjórn hafa vextir lækkað um 0,75 prósentustig. Þetta þýðir að við höfum létt af almenningi heilli viku í vaxtaþjónkun og fært krónufrídaginn fram sem því nemur. Með áframhaldandi ábyrgri hagstjórn, myntráði og gengisfestu getum við lækkað vexti enn meira. Hættum að vinna fyrir krónuna og vinnum fyrir okkur sjálf. Höfundur er fjármálaráðherra.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun