Er krónan þess virði? Þórður Magnússon skrifar 5. október 2017 07:00 Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Kosningar 2017 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar