Gerard Pique: Ég lauma mér ekki út um bakdyrnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2017 13:45 Gerard Pique í spænska landsliðsbúningnum. Vísir/Getty Barcelona-maðurinn Gerard Pique bauðst til að hætta í landsliðinu eftir að íbúar Katalóníu kusu sér skjálfstæði frá Spáni. Sú yfirlýsing fór mjög illa í marga Spánverja. Pique er stoltur Katalóníumaður og óhræddur við að blanda sér inn í þetta sjóðheita mál á Spáni. Fyrir vikið hefur hann oft fengið óblíðar móttökur. Svo var einnig í vikunni þegar áhorfendur á æfingu spænska landsliðsins bauluðu á hann. „Það getur enginn efast um mína skuldbindingu til spænska landsliðsins því ég hef verið hér síðan ég var fimmtán ára og ég lít á þetta lið sem fjölskyldu mína,“ sagði Gerard Pique þegar hann hitti blaðamenn í dag. „Ég er stoltur af því að vera í spænska landsliðinu og hluti af þessum hóp. Það er aftur á móti ekki gaman þegar fólk, sem styður liðið þitt, sé á móti þér. Ég er kominn hingað til að reyna að breyta því,“ sagði Pique. „Ég trúi því að með virðingu og samstöðu þá getum við leyst þetta mál,“ sagði Pique. „Ef ég hætti í landsliðinu nú þá myndi fólk halda að það gæti náð einhverjum árangri með bauli og móðgunum. Ég lauma mér ekki út um bakdyrnar. Þetta lið og spænska knattspyrnusambandið er fjölskylda mín. Ég vil halda áfram að spila með liðinu,“ saðgi Gerard Pique. „Ég get vel skilið að liðsfélagarnir mínir séu orðnir leiðir á þessu. Þess vegna kem ég núna til ykkar til að svara öllum spurningum sem brenna á mönnum,“ sagði Pique. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Barcelona-maðurinn Gerard Pique bauðst til að hætta í landsliðinu eftir að íbúar Katalóníu kusu sér skjálfstæði frá Spáni. Sú yfirlýsing fór mjög illa í marga Spánverja. Pique er stoltur Katalóníumaður og óhræddur við að blanda sér inn í þetta sjóðheita mál á Spáni. Fyrir vikið hefur hann oft fengið óblíðar móttökur. Svo var einnig í vikunni þegar áhorfendur á æfingu spænska landsliðsins bauluðu á hann. „Það getur enginn efast um mína skuldbindingu til spænska landsliðsins því ég hef verið hér síðan ég var fimmtán ára og ég lít á þetta lið sem fjölskyldu mína,“ sagði Gerard Pique þegar hann hitti blaðamenn í dag. „Ég er stoltur af því að vera í spænska landsliðinu og hluti af þessum hóp. Það er aftur á móti ekki gaman þegar fólk, sem styður liðið þitt, sé á móti þér. Ég er kominn hingað til að reyna að breyta því,“ sagði Pique. „Ég trúi því að með virðingu og samstöðu þá getum við leyst þetta mál,“ sagði Pique. „Ef ég hætti í landsliðinu nú þá myndi fólk halda að það gæti náð einhverjum árangri með bauli og móðgunum. Ég lauma mér ekki út um bakdyrnar. Þetta lið og spænska knattspyrnusambandið er fjölskylda mín. Ég vil halda áfram að spila með liðinu,“ saðgi Gerard Pique. „Ég get vel skilið að liðsfélagarnir mínir séu orðnir leiðir á þessu. Þess vegna kem ég núna til ykkar til að svara öllum spurningum sem brenna á mönnum,“ sagði Pique.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira