Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2017 09:00 Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. Getty „Það þarf samstillt átak foreldra og skólanna,“ segir Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir hjá BUGL um snjalltækjanotkun ungs fólks á skólatíma. Hann segist hafa áhyggjur af því að snjallsímanotkun þeirra sé orðin of mikil. Hefur þetta meðal annars áhrif á námsárangur, félagsleg samskipti á skólatíma, andlega líðan og svefn. „Þetta er gríðarlega öflug tækni en við þurfum að læra betur að umgangast hana. Farsímarnir eru að verða öflugari og öflugari og mér sýnist að yngri og yngri börn séu að eignast svona öfluga snjallsíma.“ Nefnir Björn að börn undir 10 ára séu komin með sinn eigin snjallsíma. Hann segir það einnig vera áhyggjuefni og vond þróun að börn og unglingar velji símanotkun fram yfir samskipti við skólafélaganna. „Þeir sem svartsýnastir eru segja að netfíkn verði faraldur 21. Aldarinnar. Öll getum við þróað ávana en þegar notkunin er orðin stjórnlaus þá er þetta orðið að netfíkn. Ég held að eftir því sem notkunin færist neðar í aldri þá muni það auka hættuna á unglingsárum, að unglingarnir missi stjórn á þessari notkun.“Getur þýtt versnandi námsárangurBjörn er þessa vikuna með fyrirlestra fyrir bæði kennara og foreldra nemenda í grunnskólum í Garðabæ í tilefni af forvarnarviku. „Börn eru eins konar frumbyggjar í þessum heimi. Það sem okkur vantar er reynsla kynslóðanna en við sem börn ólumst ekki upp við þessa tækni. Því held ég að við séum stödd í lærdómskúrfu þar sem við þurfum að læra að umgangast þetta.“ Að hans mati þarf líka að taka á farsímanotkun fólks undir stýri. „Mér finnst alveg svakalegt að sjá tölur um að allt að 85 prósent menntaskólanema séu að nota þessi snjalltæki við akstur. Það eru tölur um það vestanhafs að andlát gangandi vegfarenda fari hækkandi aftur, við höfðum náð ágætum árangri í að draga algengi þess að gangandi vegfarendur verði fórnarlömb umferðarslysa en nú er talið að allt að 25 prósent umferðaróhappa vestanhafs megi rekja til þess að verið er að nota snjalltæki undir stýri.“ Björn segir að aukin notkun svefnlyfja hjá ungu fólki megi hugsanlega líka tengja við þessa hröðu þróun í snjallsímanotkun. „Rannsóknir sýna það að mikil notkun á snjalltækjum truflar börnin í að sofna á kvöldin. Ég hef enga tölfræði að baki mér í því en ég hef klínískar vísbendingar um að það sé töluvert um samskipti sem fara fram um netið á nóttunni hjá unglingunum okkar og þau séu jafnvel að vakna við hvert tíst. Það eru þá börn sem eru að vakna illa úthvíld í skólann og getur þýtt versnandi námsárangur.“Björn Hjálmarsson er barna- og unglingageðlæknir á BUGLAðsentNauðsynlegt að setja viðmiðunarreglurSamfélagsmiðlum fylgir kvíði og vanlíðan og segir Björn að það sé slæmt þegar ungt fólk er háð því hvernig viðbrögð það fær við einhverju sem það birtir á samfélagsmiðlum. Þá sé sjálfsmyndin háð ytri viðmiðun frekar en að styðjast við innri stöðir. „Við sem samfélag þurfum að takast á við þetta og ramma inn þessa öflugu tækni, við þurfum að setja einhver viðmið. Ég óttast að við séum orðið dálítið stjórnsöm. Ég hvet foreldra og skóla til samstarfs,“ svarar Björn aðspurður hvort raunhæft sé að banna farsíma í skólum. „Við þurfum að setja okkur einhverjar viðmiðunarreglur til að fara eftir. Ég sé þetta þannig fyrir mér að netið er svo öflugt og það er svo margt sem getur farið illa á netinu eins og neteinelti, netklám og alls konar skaðlegt efni fyrir börnin okkar.“ Björn segir að það sé ekki bara símanotkun á skólatíma sem þurfi að vera vakandi fyrir heldur líka notkun spjalltölva. „Ég óttast að það sé ekki nægilegur vísindalegur bakjarl fyrir því að vera að spjaldtölvuvæða skólana. Foreldrar kvarta hjá okkur að ef að börn koma heim með spjaldtölvu frá skólanum sé erfitt fyrir þau að setja þeim mörk börnin segi bara, þetta er minn samningur við skólann og ég nota þetta eins og ég vil.“ Hann segir alþjóðlegar kannanir sýna að netfíkn sé að verða sex prósent á heimsvísu. „Ég hef verið að þróa hugtak sem ég kalla kjöraga og það er það að frelsi án ábyrgðar er merkingarlaust.“ Björn segir að núna sé of mikið agaleysi í notkun þessara tækja. „Það væri ofuragi að banna þessi tæki en kjöragi væri þarna mitt á milli. Mér finnst að við verðum að finna kjöraga gagnvart þessum tækjum til að hámarka okkar frelsi.“Ættu frekar að fá takkasímaVonar Björn að það verði einhvers konar umferðarskóli um netið fyrir yngstu börnin í framtíðinni til þess að kenna þeim að varast hætturnar á netinu líkt og hættur í umferðinni. Hann segir að það sé algjör óþarfi að ung börn séu með nettengda og flókna snjallsíma. „Sumum foreldrum finnst þetta vera öryggistæki svo þau geti alltaf náð í barnið á öllum tímum. Ég velti því fyrir mér hvort að það megi ekki finna aðrar leiðir til þess að tryggja öryggi barnanna. Til þess að vera öryggistæki þarf tækið ekki að vera snjalltæki, það má alveg nota bara venjulegan takkasíma. Ég myndi því telja að fyrir yngstu börnin væri miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma ef maður er að hugsa um öryggið þeirra.“ Foreldrar ættu því ekki að gefa börnum sínum símana sína þegar þau endurnýi sín tæki heldur frekar kaupa einfaldari síma sem valdi minni truflun og skapi ekki sömu hættu. „Ég sé ekki að yngstu börnin þurfi á snjallsíma að halda, undir 12 ára aldri ættu þau frekar að nota takkasíma. Ég myndi segja að þau hafi ekki þroskann í að forðast hætturnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
„Það þarf samstillt átak foreldra og skólanna,“ segir Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir hjá BUGL um snjalltækjanotkun ungs fólks á skólatíma. Hann segist hafa áhyggjur af því að snjallsímanotkun þeirra sé orðin of mikil. Hefur þetta meðal annars áhrif á námsárangur, félagsleg samskipti á skólatíma, andlega líðan og svefn. „Þetta er gríðarlega öflug tækni en við þurfum að læra betur að umgangast hana. Farsímarnir eru að verða öflugari og öflugari og mér sýnist að yngri og yngri börn séu að eignast svona öfluga snjallsíma.“ Nefnir Björn að börn undir 10 ára séu komin með sinn eigin snjallsíma. Hann segir það einnig vera áhyggjuefni og vond þróun að börn og unglingar velji símanotkun fram yfir samskipti við skólafélaganna. „Þeir sem svartsýnastir eru segja að netfíkn verði faraldur 21. Aldarinnar. Öll getum við þróað ávana en þegar notkunin er orðin stjórnlaus þá er þetta orðið að netfíkn. Ég held að eftir því sem notkunin færist neðar í aldri þá muni það auka hættuna á unglingsárum, að unglingarnir missi stjórn á þessari notkun.“Getur þýtt versnandi námsárangurBjörn er þessa vikuna með fyrirlestra fyrir bæði kennara og foreldra nemenda í grunnskólum í Garðabæ í tilefni af forvarnarviku. „Börn eru eins konar frumbyggjar í þessum heimi. Það sem okkur vantar er reynsla kynslóðanna en við sem börn ólumst ekki upp við þessa tækni. Því held ég að við séum stödd í lærdómskúrfu þar sem við þurfum að læra að umgangast þetta.“ Að hans mati þarf líka að taka á farsímanotkun fólks undir stýri. „Mér finnst alveg svakalegt að sjá tölur um að allt að 85 prósent menntaskólanema séu að nota þessi snjalltæki við akstur. Það eru tölur um það vestanhafs að andlát gangandi vegfarenda fari hækkandi aftur, við höfðum náð ágætum árangri í að draga algengi þess að gangandi vegfarendur verði fórnarlömb umferðarslysa en nú er talið að allt að 25 prósent umferðaróhappa vestanhafs megi rekja til þess að verið er að nota snjalltæki undir stýri.“ Björn segir að aukin notkun svefnlyfja hjá ungu fólki megi hugsanlega líka tengja við þessa hröðu þróun í snjallsímanotkun. „Rannsóknir sýna það að mikil notkun á snjalltækjum truflar börnin í að sofna á kvöldin. Ég hef enga tölfræði að baki mér í því en ég hef klínískar vísbendingar um að það sé töluvert um samskipti sem fara fram um netið á nóttunni hjá unglingunum okkar og þau séu jafnvel að vakna við hvert tíst. Það eru þá börn sem eru að vakna illa úthvíld í skólann og getur þýtt versnandi námsárangur.“Björn Hjálmarsson er barna- og unglingageðlæknir á BUGLAðsentNauðsynlegt að setja viðmiðunarreglurSamfélagsmiðlum fylgir kvíði og vanlíðan og segir Björn að það sé slæmt þegar ungt fólk er háð því hvernig viðbrögð það fær við einhverju sem það birtir á samfélagsmiðlum. Þá sé sjálfsmyndin háð ytri viðmiðun frekar en að styðjast við innri stöðir. „Við sem samfélag þurfum að takast á við þetta og ramma inn þessa öflugu tækni, við þurfum að setja einhver viðmið. Ég óttast að við séum orðið dálítið stjórnsöm. Ég hvet foreldra og skóla til samstarfs,“ svarar Björn aðspurður hvort raunhæft sé að banna farsíma í skólum. „Við þurfum að setja okkur einhverjar viðmiðunarreglur til að fara eftir. Ég sé þetta þannig fyrir mér að netið er svo öflugt og það er svo margt sem getur farið illa á netinu eins og neteinelti, netklám og alls konar skaðlegt efni fyrir börnin okkar.“ Björn segir að það sé ekki bara símanotkun á skólatíma sem þurfi að vera vakandi fyrir heldur líka notkun spjalltölva. „Ég óttast að það sé ekki nægilegur vísindalegur bakjarl fyrir því að vera að spjaldtölvuvæða skólana. Foreldrar kvarta hjá okkur að ef að börn koma heim með spjaldtölvu frá skólanum sé erfitt fyrir þau að setja þeim mörk börnin segi bara, þetta er minn samningur við skólann og ég nota þetta eins og ég vil.“ Hann segir alþjóðlegar kannanir sýna að netfíkn sé að verða sex prósent á heimsvísu. „Ég hef verið að þróa hugtak sem ég kalla kjöraga og það er það að frelsi án ábyrgðar er merkingarlaust.“ Björn segir að núna sé of mikið agaleysi í notkun þessara tækja. „Það væri ofuragi að banna þessi tæki en kjöragi væri þarna mitt á milli. Mér finnst að við verðum að finna kjöraga gagnvart þessum tækjum til að hámarka okkar frelsi.“Ættu frekar að fá takkasímaVonar Björn að það verði einhvers konar umferðarskóli um netið fyrir yngstu börnin í framtíðinni til þess að kenna þeim að varast hætturnar á netinu líkt og hættur í umferðinni. Hann segir að það sé algjör óþarfi að ung börn séu með nettengda og flókna snjallsíma. „Sumum foreldrum finnst þetta vera öryggistæki svo þau geti alltaf náð í barnið á öllum tímum. Ég velti því fyrir mér hvort að það megi ekki finna aðrar leiðir til þess að tryggja öryggi barnanna. Til þess að vera öryggistæki þarf tækið ekki að vera snjalltæki, það má alveg nota bara venjulegan takkasíma. Ég myndi því telja að fyrir yngstu börnin væri miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma ef maður er að hugsa um öryggið þeirra.“ Foreldrar ættu því ekki að gefa börnum sínum símana sína þegar þau endurnýi sín tæki heldur frekar kaupa einfaldari síma sem valdi minni truflun og skapi ekki sömu hættu. „Ég sé ekki að yngstu börnin þurfi á snjallsíma að halda, undir 12 ára aldri ættu þau frekar að nota takkasíma. Ég myndi segja að þau hafi ekki þroskann í að forðast hætturnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent