Hvenær, af hverjum og á hvaða verði Kári Stefánsson skrifar 17. október 2017 07:00 Sigmundur Davíð, það er löngu orðið ljóst að þú áttir kröfur í íslensku bankana meðan þú varst að semja við kröfuhafana fyrir hönd þjóðarinnar. Þú varst beggja vegna borðsins í því máli sem er í sjálfu sér svik við þjóðina. Þess utan bjóstu að innherjaupplýsingum þegar kom að ákvörðunum um að halda kröfunum eða selja þær af því að þú fórst fyrir hópi sem ákvað að endingu hversu verðmætar þær yrðu. Það eru engar deilur um staðreyndir þessa máls. Þú hefur aldrei mótmælt þeim, einungis gefið í skyn að þessar staðreyndir skipti ekki máli af því að þú sért svo göfugur í allan hátt. Síðan er það spurningin um það hvenær og hvernig þú komst yfir kröfurnar og á hvaða verði. Í Kastljósi þann 28. september svaraðirðu henni með eftirfarandi setningu: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Og síðan í þættinum Í bítið á Bylgjunni þann 13. október þegar spurt var hvernig Wintris hefði eignast kröfu í Kaupþingi: „Þetta hefur lengi legið fyrir að félagið eða þessi reikningur sem heitir þessu nafni átti inneignir í íslensku bönkunum og við fall þeirra eignaðist kröfu eins og allir þeir sem áttu peninga inn í bönkunum með einhverjum hætti þegar þeir féllu.“ Þetta eru ósannindi, Sigmundur Davíð, sem þú endurtekur með tveggja vikna millibili. Þeir sem áttu fé í bönkunum eignuðust ekki kröfu í bankana við fall þeirra og þetta vitum við öll sem áttum fé í þeim. Það leikur lítill vafi á því að þessar kröfur féllu ekki í fang þitt af himnum ofan og þú keyptir þær og lang líklegast að þú hafir gert það eftir að bankarnir féllu og í þeim tilgangi að hagnast á þeim. Nú reikna ég með því að þú mótmælir þessu öllu sem staðleysu og þegar þú gerir það vona ég svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér. Í þessu máli væri gott fyrir mig og þjóðina alla að ég sé að fara með fleipur. Það væri mjög einfalt mál fyrir þig að sanna það vegna þess að vegur krafna í bönkum er vendilega skráður, hvenær þær verða til eða eru keyptar, af hverjum þær eru keyptar og á hvaða verði. Þú skuldar þjóðinni almennt að veita henni aðgang að þeim skjölum sem skrá þetta og heimild til þess að sannreyna þau og þú skuldar þetta sérstaklega þeim sem einhverra hluta vegna hafa fyrirgefið þér fyrir að þegja yfir eignarhaldinu en vilja samt ekki kjósa mann sem segir þjóðinni ósatt. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð, það er löngu orðið ljóst að þú áttir kröfur í íslensku bankana meðan þú varst að semja við kröfuhafana fyrir hönd þjóðarinnar. Þú varst beggja vegna borðsins í því máli sem er í sjálfu sér svik við þjóðina. Þess utan bjóstu að innherjaupplýsingum þegar kom að ákvörðunum um að halda kröfunum eða selja þær af því að þú fórst fyrir hópi sem ákvað að endingu hversu verðmætar þær yrðu. Það eru engar deilur um staðreyndir þessa máls. Þú hefur aldrei mótmælt þeim, einungis gefið í skyn að þessar staðreyndir skipti ekki máli af því að þú sért svo göfugur í allan hátt. Síðan er það spurningin um það hvenær og hvernig þú komst yfir kröfurnar og á hvaða verði. Í Kastljósi þann 28. september svaraðirðu henni með eftirfarandi setningu: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Og síðan í þættinum Í bítið á Bylgjunni þann 13. október þegar spurt var hvernig Wintris hefði eignast kröfu í Kaupþingi: „Þetta hefur lengi legið fyrir að félagið eða þessi reikningur sem heitir þessu nafni átti inneignir í íslensku bönkunum og við fall þeirra eignaðist kröfu eins og allir þeir sem áttu peninga inn í bönkunum með einhverjum hætti þegar þeir féllu.“ Þetta eru ósannindi, Sigmundur Davíð, sem þú endurtekur með tveggja vikna millibili. Þeir sem áttu fé í bönkunum eignuðust ekki kröfu í bankana við fall þeirra og þetta vitum við öll sem áttum fé í þeim. Það leikur lítill vafi á því að þessar kröfur féllu ekki í fang þitt af himnum ofan og þú keyptir þær og lang líklegast að þú hafir gert það eftir að bankarnir féllu og í þeim tilgangi að hagnast á þeim. Nú reikna ég með því að þú mótmælir þessu öllu sem staðleysu og þegar þú gerir það vona ég svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér. Í þessu máli væri gott fyrir mig og þjóðina alla að ég sé að fara með fleipur. Það væri mjög einfalt mál fyrir þig að sanna það vegna þess að vegur krafna í bönkum er vendilega skráður, hvenær þær verða til eða eru keyptar, af hverjum þær eru keyptar og á hvaða verði. Þú skuldar þjóðinni almennt að veita henni aðgang að þeim skjölum sem skrá þetta og heimild til þess að sannreyna þau og þú skuldar þetta sérstaklega þeim sem einhverra hluta vegna hafa fyrirgefið þér fyrir að þegja yfir eignarhaldinu en vilja samt ekki kjósa mann sem segir þjóðinni ósatt. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar