Öryggismál hafna verða tekin til endurskoðunar í kjölfar banaslyss á Árskógssandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 18:00 Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. ja.is „Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“ Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“
Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10
Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42
Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08