Heimir: Smá heppni í óheppninni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson ræðir við Gylfa Sigurðsson í gær. Mynd/Hafliði „Æfingin gekk eins og við áttum von á. Það voru menn að koma hingað um miðja nótt og svo æfing tíu um morguninn. Það voru eðlilega ekki allir ferskir,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann var þá nýkominn af æfingu landsliðsins í gær. Einu æfingunni sem liðið nær fyrir leikinn gegn Tékkum í dag. „Menn voru mismikið með á æfingunni og við viljum ekki keyra menn út. Það var samt mikilvægt að vekja menn og fá hugarfarið strax í gang enda leikur daginn eftir þessa æfingu. Við urðum að sjá hverjir eru klárir í að spila leik.“Óvenju margir dottið úr hópnum Heimir valdi mjög stóran hóp í þetta verkefni í Katar en íslenska liðið mun einnig spila æfingaleik við heimamenn. „Það hafa óvenju margir dottið úr hópnum að þessu sinni. Það er gott til þess að hugsa að við lentum ekki í því að þurfa að spila umspilsleik um laust sæti á HM á þessum tíma. Það var smá heppni í óheppninni að verkefnið er ekki eins mikilvægt og öll okkar verkefni síðustu fimm ár,“ segir þjálfarinn en það gátu ekki allir æft með liðinu í gær. „Við vissum að Aron Einar og Alfreð væru í sérprógrammi hjá sínum félögum og þeir æfa undir handleiðslu sjúkra- og styrktarþjálfara. Svo verðum við bara að meta er líður á ferðina hvernig þeir koma til. Það er þó ólíklegt að þeir muni spila. Raggi Sig gat svo bara aðeins hreyft sig enda nýlentur.“ Í hópnum að þessu sinni eru nokkrir menn sem hafa lítið verið með áður. Menn eins og Diego Jóhannesson og Kristján Flóki Finnbogason.Vísir/ErnirUrðu að kalla á liðstyrk „Það stóð upphaflega ekki til að taka nýja menn inn í hópinn en við höfum misst það marga menn út að við urðum að kalla á liðsstyrk. Það er gott að geta það. Tilgangur ferðarinnar var samt alltaf að gefa þeim sem hafa minna spilað í okkar leikjum tækifæri til að sýna sig og sanna. Sjá hvernig það gengur hjá þeim og einnig hvaða karakter fastamennirnir sýna þegar þeir eru utan við liðið. Vonandi verða þeir jafn góðir liðsmenn og þeir sem eru fyrir utan liðið hafa verið.“ Tékkarnir mæta til leiks með mjög sterkt lið þó svo það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eins og hjá Íslandi. „Við munum líklega spila á þeim leikmönnum sem spiluðu ekki á sunnudaginn. Þeir sem spiluðu þá fá hvíld núna og við tökum enga áhættu með menn í þessari ferð. Álagið stýrir því hvernig við spilum en við viljum líka sjá ákveðna leikmenn í ákveðnum stöðum. Það er megintilgangurinn með þessum leik,“ segir Heimir en hann býst eðlilega við erfiðum leik.Vísir/ErnirMjög gott og vel spilandi lið „Þetta er mjög gott og vel spilandi lið. Við verðum líklega meira án boltans en með hann að þessu sinni. Auðvitað viljum við vinna alla leiki en úrslitin skipta ekki höfuðmáli. Það er helst frammistaðan sem við horfum á. Að leikmenn nái að nýta sitt tækifæri því tækifærin hafa verið af skornum skammti þar sem þetta hafa verið endalausir úrslitaleikir hjá okkur.“ Heimir sagði á blaðamannafundi fyrir ferðina að baráttan um sæti í HM-hópnum væri hafin. Leikmenn eru væntanlega meðvitaðir um það og þá staðreynd að tækifærin til að sanna sig verða ekki mörg. „Ég veit að menn eiga eftir að nýta það og taka þau tækifæri sem eru í boði. Það eru allir meðvitaðir um að tækifærin til þess að sanna sig eru afar fá og því er um að gera að nýta tækifærið er það gefst.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
„Æfingin gekk eins og við áttum von á. Það voru menn að koma hingað um miðja nótt og svo æfing tíu um morguninn. Það voru eðlilega ekki allir ferskir,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann var þá nýkominn af æfingu landsliðsins í gær. Einu æfingunni sem liðið nær fyrir leikinn gegn Tékkum í dag. „Menn voru mismikið með á æfingunni og við viljum ekki keyra menn út. Það var samt mikilvægt að vekja menn og fá hugarfarið strax í gang enda leikur daginn eftir þessa æfingu. Við urðum að sjá hverjir eru klárir í að spila leik.“Óvenju margir dottið úr hópnum Heimir valdi mjög stóran hóp í þetta verkefni í Katar en íslenska liðið mun einnig spila æfingaleik við heimamenn. „Það hafa óvenju margir dottið úr hópnum að þessu sinni. Það er gott til þess að hugsa að við lentum ekki í því að þurfa að spila umspilsleik um laust sæti á HM á þessum tíma. Það var smá heppni í óheppninni að verkefnið er ekki eins mikilvægt og öll okkar verkefni síðustu fimm ár,“ segir þjálfarinn en það gátu ekki allir æft með liðinu í gær. „Við vissum að Aron Einar og Alfreð væru í sérprógrammi hjá sínum félögum og þeir æfa undir handleiðslu sjúkra- og styrktarþjálfara. Svo verðum við bara að meta er líður á ferðina hvernig þeir koma til. Það er þó ólíklegt að þeir muni spila. Raggi Sig gat svo bara aðeins hreyft sig enda nýlentur.“ Í hópnum að þessu sinni eru nokkrir menn sem hafa lítið verið með áður. Menn eins og Diego Jóhannesson og Kristján Flóki Finnbogason.Vísir/ErnirUrðu að kalla á liðstyrk „Það stóð upphaflega ekki til að taka nýja menn inn í hópinn en við höfum misst það marga menn út að við urðum að kalla á liðsstyrk. Það er gott að geta það. Tilgangur ferðarinnar var samt alltaf að gefa þeim sem hafa minna spilað í okkar leikjum tækifæri til að sýna sig og sanna. Sjá hvernig það gengur hjá þeim og einnig hvaða karakter fastamennirnir sýna þegar þeir eru utan við liðið. Vonandi verða þeir jafn góðir liðsmenn og þeir sem eru fyrir utan liðið hafa verið.“ Tékkarnir mæta til leiks með mjög sterkt lið þó svo það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eins og hjá Íslandi. „Við munum líklega spila á þeim leikmönnum sem spiluðu ekki á sunnudaginn. Þeir sem spiluðu þá fá hvíld núna og við tökum enga áhættu með menn í þessari ferð. Álagið stýrir því hvernig við spilum en við viljum líka sjá ákveðna leikmenn í ákveðnum stöðum. Það er megintilgangurinn með þessum leik,“ segir Heimir en hann býst eðlilega við erfiðum leik.Vísir/ErnirMjög gott og vel spilandi lið „Þetta er mjög gott og vel spilandi lið. Við verðum líklega meira án boltans en með hann að þessu sinni. Auðvitað viljum við vinna alla leiki en úrslitin skipta ekki höfuðmáli. Það er helst frammistaðan sem við horfum á. Að leikmenn nái að nýta sitt tækifæri því tækifærin hafa verið af skornum skammti þar sem þetta hafa verið endalausir úrslitaleikir hjá okkur.“ Heimir sagði á blaðamannafundi fyrir ferðina að baráttan um sæti í HM-hópnum væri hafin. Leikmenn eru væntanlega meðvitaðir um það og þá staðreynd að tækifærin til að sanna sig verða ekki mörg. „Ég veit að menn eiga eftir að nýta það og taka þau tækifæri sem eru í boði. Það eru allir meðvitaðir um að tækifærin til þess að sanna sig eru afar fá og því er um að gera að nýta tækifærið er það gefst.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira